Veljum að skapa Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2024 13:00 Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar