Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Benoit Kounkoud spilaði fimm leiki fyrir Frakka á EM, meðal annars gegn Íslandi. Getty/Federico Gambarini Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað. Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31