Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2024 19:40 Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á framkvæmdum. Í innslaginu hér að neðan segir hann sína skoðun á nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis. stöð 2 Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan. Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan.
Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira