Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 22:33 Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Píratar Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar