Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2024 07:01 Bashar Turad og Einar Hrafn Stefánsson. Undirbúningur fyrir þátttöku í Eurovision hefur verið langur og nú er stóra stundin að renna upp; fyrst er að vinna Söngvakeppnina hér heima. vísir/vilhelm „Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad. Lögin sem taka þátt í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins hafa verið kynnt. Söngvakeppnin hefur verið undankeppni fyrir Eurovision en nú eru veður válynd. Mikið hefur gengið á vegna stríðsátaka í Gasa og fjöldi manna, meðal þeirra rúmlega 250 tónlistarmenn, hafa mótmælt formlega þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael tekur þátt með framlagningu undirskriftalista. Þeim þykir einfaldlega ekki við hæfi að syngja og dansa í litríkum búningum á sama sviði og Ísraelar sem hafa gengið hart fram í árásum sínum á Gasa eftir árásir og gíslatöku Hamas 7. október. Öll þessi skelfingarsaga er vel þekkt og stríðið heldur áfram. „Lausn“ Ríkissjónvarpsins var sú að gera einhvers konar skil á milli Söngvakeppninnar og Eurovision, að það sé ekki víst að sigurvegari Söngvakeppninnar færi til Malmö til að taka þátt. Það verði gert að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar en ákvörðunin verði þó Ríkissjónvarpsins, hvað svo sem það þýðir nú? Flestir gera þó ráð fyrir því að Ísland taki þátt. Þegar svo fréttist að meðal þátttakenda í Söngvakeppninni væri palestínskur listamaður rauk Ísland upp úr öllu valdi í öllum veðbönkum og í efsta sæti. Þátttaka Bashars ekki liður í útsmognu útspili RÚV Margir gengu hreinlega út frá því að þarna væri Ríkisútvarpið með útsmogið útspil en því miður gengur sú kenning ekki upp. Ríkisútvarpið hafði lítið með þátttöku Bashars að gera, fyrir utan að samþykkja hann sem einn þátttakenda. Það eru liðsmenn Hatara, þeir Einar Hrafn Stefánsson sem gerir lagið með Bashar og. Enskur texti er klár og hann semja Bashar og Einar en Matthías Tryggvi Haraldsson þýðir hann á íslensku. Bashar og Einar bregða á leik. Í fyrstu gengu menn út frá því að þátttaka Bashars væri útsmogið útspil RÚV en sú kenning gengur ekki alveg upp.vísir/vilhelm „Hugmyndin að reyna að keppa í Söngvakeppninni kom á Covid-tímum, þegar veröldin öll var sett á pásu. Það var ekkert öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég var í Jerúsalem og fann fyrir þyngslum einangrunar og var að velta fyrir mér næstu skrefum,“ segir Bashar. Og það var á þessum tímum örvæntingar þegar því laust niður í koll hans að Celine Dion hafði unnið Eurovision og það fyrir hönd Sviss, þó hún væri ekki þaðan. „Þegar ég fatta þennan möguleika sendi ég mínum góða vini Einari skilaboð og spurði hann hvaða reglur giltu um þetta á Íslandi. Hann kannaði málið og í ljós kom að sá sem kemur fram þarf ekki að vera íslenskur en lagið þarf að vera það að tveimur þriðju.“ Full einlægni að baki þátttökunni Í sömu andrá komst Bashar að því að hann þyrfti að flytja lagið á íslensku í undanúrslitunum. Sem er vissulega áskorun en Bashar segir: „Já, þetta virtist vera talsverð hindrun. En fljótlega tók ég mig til og lærði textann á íslensku. Margrét Rán í Vök hjálpaði mér með því að syngja lagið inn til að byrja með. Og svo var ég svolítið að herma eftir henni. Ég vona að þetta undirstriki að mér er full alvara með þátttöku minni og vonandi sannfærir þetta einhverja þá sem höfðu efasemdir um að ég er í þessu af lífi og sál. Þessi hugmynd sem ég fékk í rúmi mínu fyrir einu og hálfu ári er að verða að veruleika, þökk sé Íslandi og því frábæra fólki sem hjálpuðu mér á leiðinni.“ Einar segist hafa vaknað að morgni 5. september 2022 við að skilaboð bárust frá Bashar um hverjar reglurnar væru varðandi reglurnar í Söngvakeppninni. Bashar og Einar í stúdíóinu. Bashar fann takt í tölvu Einars sem hann kveikti fyrir. „Og hvort það væri möguleiki fyrir hann að taka þátt? Ég kynnti mér það og sá að lagasmíðin þarf að vera að 2/3 eftir íslenskan ríkisborgara. Og að lagði þyrfti að vera sungið á íslensku í undanúrslitum. Og lagði þetta fyrir hann sem möguleika og að sjálfsögðu var Bashar til í slaginn.“ Og um hvað er sungið? „Vestrið villt er um þrána eftir frelsi og að láta ekki þrúgandi landamæri, sem eru bæði raunveruleg og ímynduð, skilgreina okkur. Það er um að láta ekki brjóta sig niður jafnvel þó líkurnar séu óhagstæðar. Að halda í vonina.“ segir Bashar. Rýnt í textann Og hér er svo textinn, fyrst á íslensku og þá ensku. Menn geta ráðið í orðin sem þar eru sungin. Vestrið villt Er enn á ferðinni á sömu bylgjunni Veit ei hvert skal haldið í leit að hamingjunni Er grjót sem veltur fram get aldrei staðið kyrr Þegar þú verður bitur og vilt gera betur þarf að breyta til Hendi mér upp á veginn svo syng ég þína skál Tómar hendur, tómir vasar en í hjarta mínu brennur bál Ótaminn villingur allt frá því ‘93 og mig skortir allt fé – ég sver það breytist nú (Því ég) ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ég ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er enn á ferðinni ekki kominn langt á veg Ég glamra á gítarinn, með leðurstígvélin, og slóð í sandinn dreg Klæddur fyrir hlutverkið, vona að þið hrífist með Tók mig þrjátíu ár að átta mig á – að vera bara ég Ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er bara að taka sénsinn Velkomin í vestrið villt… Velkomin í vestrið villt, Velkomin í vestrið villt, Þú færð einn séns til að hamra járnið Þarna er það – tækifærið (Því ég) Ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er bara að taka sénsinn Velkomin í vestrið villt. Wild West I'm on the road again How did it come to this? Don't know where I'm going But I'm looking for eternal bliss I'm like a rolling stone I can't stay in one place When you start to get bitter and you wanna get better You gotta change the taste I gotta hit the highway Yeah, here I go again Got nothing in my pocket But my in my heart there's a burning flame I'm a savage runaway Since 1993 Got nothing to my name But that's about to change… ‘Cause I'm Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass that test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? I'm on the road again and I still didn't get too far Got my studded chaps on, my cowboy boots, and I'm playing my spaghetti guitar I dressed up & I put it on hoping I'd fit the scene took 30 damn years to figure out: I just gotta be me Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass that test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? Why the hell wouldn't I risk it? Welcome to the wild wild west Welcome to the wild wild west Welcome to the wild wild west You get one shot, your 15 minutes Saddle up now, don't you miss it ‘Cause I'm Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass the test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? Oh Why the hell wouldn't I risk it? Welcome to the wild wild west. … Lagið nógu brjálað fyrir Eurovision Bashar segist vona að fólk átti sig á að þarna er hann að syngja um sitt innra barn sem ólst upp í ótrúlega krefjandi aðstæðum sem einkenndust af þversögnum og takmörkunum. „Ég vona að þetta geti reynst hvatning til allra sem eru hræddir við að elta drauma sína og að fólk noti rödd sína.“ Einar segir að það hafi verið alveg einstaklega gaman að vinna lagið. „Fyrir okkur báða. Sköpun þessa lags var langt út fyrir þægindarammann. Hvorugur okkar hefur gert lag með þessu þema áður. Við vildum að hljóðheimur lagsins félli að textanum, að við værum umsvifalaust komin í „villta vestrið“. Og því er með vilja gert að nota klisjur eins og flautu í byrjun lags, slæd-gítar og í raun eyðimerkurblústilfinningu um leið og lagið byggir á rafrænni undirstöðu. Okkur fannst þetta nógu brjálað fyrir Eurovision.“ Einar og Bashar urðu strax miklir mátar en þeir kynntust í tengslum við þátttöku Hara í Eurovision.vísir/vilhelm Þetta samstarf, það hlýtur að teljast algjörlega einstakt á heimsvísu? „Já. Eða, það byggir á vináttu milli okkar Einars sem hófst 2019. Ég kynntist þessu fallega landi sem Ísland er þegar Hatari bauð mér að koma til landsins eftir Eurovision. Ég fór í tónleikaferð með Hatara og við tróðum upp í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum,“ segir Bashar. Kolfallinn fyrir Íslandi Kynni tókust með honum og Hatara í tengslum við fræga för hljómsveitarinnar til Tel Aviv í Eurovision en sú för hefur verið skráð í heimildamyndinni A Son Called Hate sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir. „Þá fékk ég tækifæri til að ferðast um og upplifa þessa ótrúlegu náttúru sem ég féll algerlega fyrir og fólkinu. Og hef verið ástfanginn af Íslandi allar götur síðan. Við Einar höfum verið að vinna að plötu nú í yfir ár og höfum samið mörg frábær lög sem ég hlakka til að deila.“ Það vakti gríðarlega mikla athygli þegar spurðist að palestínumaður myndi taka þátt í íslensku Söngvakeppninni. Hvernig lýst ykkur á viðbrögðin? „Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Ég hef fengið mikla ást bæði frá fólki á Íslandi og reyndar um heim allan. Margir Eurovision-aðdáendur hafa sett sig í samband og lýst yfir áhuga, eftirvæntingu og stuðningi,“ segir Bashar. En hvað finnst ykkur um samhengið sem þetta hefur verið sett í? „Tjahhh, það er þannig að sem fólk höfum við Palestínumenn verið útilokaðir frá platformum sem sýna menningu okkar, fegurð, sögu og samfélag. Við erum mjög þakklátir fyrir og berum mikla virðingu fyrir Íslandi sem hefur veitt mér þetta tækifæri.“ Gefur ekki mikið fyrir hatursfullar athugasemdir Bashar segir að hann hafi, á sínum þrjátíu árum á þessari jörð búandi undir hernámi, lært að stundum verði menn einfaldlega að spila leikinn til að ná eyrum fólks. „Það sem ég get sagt núna er að öllum spilum verður spilað út þegar tíminn er réttur.“ Hatursfullar athugasemdir á netinu trufla Bashar ekki, hann tekur bara inn það góða og ekkert skortir á að viðtökurnar hafi verið góðar.vísir/vilhelm Þú talar um að þið hafið notið mikils stuðnings en hatursfullar athugasemdir, einkum frá stuðningsmönnum Ísraels, hafa sannarlega látið á sér kræla og jafnvel gott betur? „Það er ást og það er hatur. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Þetta er viðbúið þegar einhver reynir að feta ótroðnar slóðir. Það sem skiptir máli fyrir mig er ást og stuðningur sem ég fæ frá fólki um heim allan frá fólki sem getur tengt sig við minn reynsluheim. Frá þeim sem trúa á að gera eitthvað frekar en að gera ekki neitt,“ segir Bashar. Ef þið vinnið og farið út, til Malmö, verður palestínski fáninn sjáanlegur? „Sko, það að ég sé á sviðinu sem Palestínumaður er einskonar fáni í sjálfu sér.“ Íslendingar hugrökk þjóð Bashar segir Ísland hafa reynst sér vel. Fyrst þegar hann kom leið honum eins og hann væri staddur á einhverjum hulinstað þangað sem hann gæti flúið. „Staður þar sem maður gæti hreinsað hugann og skapað tónlist. Uppáhaldið mitt er að uppgötva hina ótrúlegu tilraunastarfsemi sem hér ríkir, fólk er að finna ótal leiðir til tjáningar. Sú staðreynd að Ísland var hernumið gefur mér þá von. Íslendingar eru hugrökk þjóð,“ segir Bashar. Einar segist strax hafa kveikt á því sem Bashar var að pæla enda vissi hann að æskudraumur hans hafi verið sá að taka þátt í Eurovision. Eftir að hafa bent honum á hverjar reglurnar væru hefði hann einfaldlega spurt Bashar hvort hann vildi semja lag? Þeir félagar eru klárir í slaginn.vísir/vilhelm Nokkrum vikum seinna lenti Bashar loks á Íslandi, eða 16. nóvember 2022. „Hann hefði átt að koma 15. nóvember en starfsmaður á Heathrow meinaði honum aðgang að fluginu. Starfsmaðurinn hafði aldrei séð svona „Travel Document“ áður, sem er ekki vegabréf heldur sérstakt plagg fyrir Palestínufólk sem býr á hernumdum svæðum í Jerúsalem. Bashar neyddist til að gista eina nótt á flugvellinum. Dæmigert, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur lent í þessu. Með hjálp utanríkisráðuneytisins tókst að leysa málið á sólarhring og Bashar náði næsta flugi til Íslands,“ segir Einar. Flugu inn um síu RÚV Bashar kom til landsins undir formerkjum tónleika: „Hatari x Bashar Murad á Húrra.“ En þeir fóru strax að leggja á ráðin og eftir tónleikana hófumst þeir strax handa. „Við unnum saman í viku í stúdíóinu mínu og sömdum drög að nokkrum lögum. Lag tók að fæðast en við vorum óvissir hvort þetta væri rétti tíminn. Við ákváðum því að bíða í eitt ár,“ segir Einar. Vorið 2023 kom Bashar nokkrum sinnum til landsins til þess að semja með Einari og einn daginn hafði Bashar verið að bardúsa í stúdíóinu í nokkra tíma á undan mér. „Ég fann þennan takt hérna í tölvunni sem þú skírðir „Wild West“. Ég er að tengja við þetta,“ sagði Bashar og þeir Einar fóru að semja texta og það sama kvöld var komið lag. „Í ágúst sendi ég svo lagið inn til RÚV og fékk nánast strax svar. „Þetta er æði! Hver syngur?“ „Bashar Murad,“ segi ég. „Sá sem gerði lagið Klefi / Samed með Hatara.“ Nokkrum vikum síðar erum við komnir inn. Nú er bara að taka sénsinn,“ segir Einar. Bashar er hreinræktaður poppari En það verður eiginlega ekki hjá því komist að ræða aðeins um þetta fyrirbæri sem er Eurovision. Margir telja þetta vart tónlist heldur formúlu? „Þetta er frábrugðið. Eins og áður sagði erum við að fara út fyrir þægindarammann í þessu ferli,“ segir Einar. „En við höfum verið að vinna með popptónlist, það er popp í öllu sem ég snerti þó það sé Hatari eða Vök. Einar segist vissulega vera þekktari fyrir algernatíva tónlist en hann skammast sín ekki fyrir að vera viðriðinn poppið ef svo ber undir og Eurovision er Olympíukeppnin í poppi.vísir/vilhelm Ég lít á mig sem poppara þó ég sé þekktari fyrir að gera eitthvað sem er meira „alternative“ eins og með Vök og Hatara. En ég hef alltaf litið á mig sem popp pródúsent og er ekkert feiminn við það. Og Bashar er hreinræktaður poppari,“ segir Einar. Hann bendir á að það gæti verið gaman fyrir fólk að sjá hvað Bashar hafi verið að gera á því sviði en hann er leikstjóri og leikstýrir öllum sínum tónlistarmyndböndum sjálfur. „Það er mjög flott sem hann hefur verið að gera fyrir sína eigin útgáfur. Það er nýtt fyrir hann að semja á ensku og það hefur verið skemmtileg áskorun. Að semja á ensku breytir aðeins hvernig maður hugsar um texta og mótar sögu í lögum,“ segir Einar. Eurovision eru ólympíuleikar popptónlistarinnar Að sögn Einars eru rætur Bashars í palestínskri tónlist. „Það eru mikið af mið-austurlenskum elementum í tónlistinni hans þó hann sé á sinn hátt að gera popptónlist. Hann er oft líka að vinna með tvöfalda meiningu í sínum lögum.“ En af hverju viljið þið vera í Eurovision? „Fyrst og fremst er þetta tækifæri til að koma list minni og rödd á framfæri á aðalsviði heimsins og vonandi auka blæbrigði við samtalið sem er einfaldlega ekki svart og hvítt. Eurovision eru Ólympíuleikar popptónlistar og ég vil nýta tækifærið mitt í að „make history“,“ segir Bashar „Þetta er fyndið. Ég hafði aldrei séð mig taka þátt í þessu. Hvað þá tvisvar. En svona er lífið, maður hoppar inn í það sem manni finnst spennandi, og þar sem maður getur gert gagn. Ég er blessunarlega laus við þörfina fyrir því að vera í einhverju sviðsljósi, enda var ég fljótur að grípa grímu fyrir síðasta gigg.“ segir Einar. Tónlist Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Lögin sem taka þátt í Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins hafa verið kynnt. Söngvakeppnin hefur verið undankeppni fyrir Eurovision en nú eru veður válynd. Mikið hefur gengið á vegna stríðsátaka í Gasa og fjöldi manna, meðal þeirra rúmlega 250 tónlistarmenn, hafa mótmælt formlega þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael tekur þátt með framlagningu undirskriftalista. Þeim þykir einfaldlega ekki við hæfi að syngja og dansa í litríkum búningum á sama sviði og Ísraelar sem hafa gengið hart fram í árásum sínum á Gasa eftir árásir og gíslatöku Hamas 7. október. Öll þessi skelfingarsaga er vel þekkt og stríðið heldur áfram. „Lausn“ Ríkissjónvarpsins var sú að gera einhvers konar skil á milli Söngvakeppninnar og Eurovision, að það sé ekki víst að sigurvegari Söngvakeppninnar færi til Malmö til að taka þátt. Það verði gert að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar en ákvörðunin verði þó Ríkissjónvarpsins, hvað svo sem það þýðir nú? Flestir gera þó ráð fyrir því að Ísland taki þátt. Þegar svo fréttist að meðal þátttakenda í Söngvakeppninni væri palestínskur listamaður rauk Ísland upp úr öllu valdi í öllum veðbönkum og í efsta sæti. Þátttaka Bashars ekki liður í útsmognu útspili RÚV Margir gengu hreinlega út frá því að þarna væri Ríkisútvarpið með útsmogið útspil en því miður gengur sú kenning ekki upp. Ríkisútvarpið hafði lítið með þátttöku Bashars að gera, fyrir utan að samþykkja hann sem einn þátttakenda. Það eru liðsmenn Hatara, þeir Einar Hrafn Stefánsson sem gerir lagið með Bashar og. Enskur texti er klár og hann semja Bashar og Einar en Matthías Tryggvi Haraldsson þýðir hann á íslensku. Bashar og Einar bregða á leik. Í fyrstu gengu menn út frá því að þátttaka Bashars væri útsmogið útspil RÚV en sú kenning gengur ekki alveg upp.vísir/vilhelm „Hugmyndin að reyna að keppa í Söngvakeppninni kom á Covid-tímum, þegar veröldin öll var sett á pásu. Það var ekkert öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég var í Jerúsalem og fann fyrir þyngslum einangrunar og var að velta fyrir mér næstu skrefum,“ segir Bashar. Og það var á þessum tímum örvæntingar þegar því laust niður í koll hans að Celine Dion hafði unnið Eurovision og það fyrir hönd Sviss, þó hún væri ekki þaðan. „Þegar ég fatta þennan möguleika sendi ég mínum góða vini Einari skilaboð og spurði hann hvaða reglur giltu um þetta á Íslandi. Hann kannaði málið og í ljós kom að sá sem kemur fram þarf ekki að vera íslenskur en lagið þarf að vera það að tveimur þriðju.“ Full einlægni að baki þátttökunni Í sömu andrá komst Bashar að því að hann þyrfti að flytja lagið á íslensku í undanúrslitunum. Sem er vissulega áskorun en Bashar segir: „Já, þetta virtist vera talsverð hindrun. En fljótlega tók ég mig til og lærði textann á íslensku. Margrét Rán í Vök hjálpaði mér með því að syngja lagið inn til að byrja með. Og svo var ég svolítið að herma eftir henni. Ég vona að þetta undirstriki að mér er full alvara með þátttöku minni og vonandi sannfærir þetta einhverja þá sem höfðu efasemdir um að ég er í þessu af lífi og sál. Þessi hugmynd sem ég fékk í rúmi mínu fyrir einu og hálfu ári er að verða að veruleika, þökk sé Íslandi og því frábæra fólki sem hjálpuðu mér á leiðinni.“ Einar segist hafa vaknað að morgni 5. september 2022 við að skilaboð bárust frá Bashar um hverjar reglurnar væru varðandi reglurnar í Söngvakeppninni. Bashar og Einar í stúdíóinu. Bashar fann takt í tölvu Einars sem hann kveikti fyrir. „Og hvort það væri möguleiki fyrir hann að taka þátt? Ég kynnti mér það og sá að lagasmíðin þarf að vera að 2/3 eftir íslenskan ríkisborgara. Og að lagði þyrfti að vera sungið á íslensku í undanúrslitum. Og lagði þetta fyrir hann sem möguleika og að sjálfsögðu var Bashar til í slaginn.“ Og um hvað er sungið? „Vestrið villt er um þrána eftir frelsi og að láta ekki þrúgandi landamæri, sem eru bæði raunveruleg og ímynduð, skilgreina okkur. Það er um að láta ekki brjóta sig niður jafnvel þó líkurnar séu óhagstæðar. Að halda í vonina.“ segir Bashar. Rýnt í textann Og hér er svo textinn, fyrst á íslensku og þá ensku. Menn geta ráðið í orðin sem þar eru sungin. Vestrið villt Er enn á ferðinni á sömu bylgjunni Veit ei hvert skal haldið í leit að hamingjunni Er grjót sem veltur fram get aldrei staðið kyrr Þegar þú verður bitur og vilt gera betur þarf að breyta til Hendi mér upp á veginn svo syng ég þína skál Tómar hendur, tómir vasar en í hjarta mínu brennur bál Ótaminn villingur allt frá því ‘93 og mig skortir allt fé – ég sver það breytist nú (Því ég) ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ég ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er enn á ferðinni ekki kominn langt á veg Ég glamra á gítarinn, með leðurstígvélin, og slóð í sandinn dreg Klæddur fyrir hlutverkið, vona að þið hrífist með Tók mig þrjátíu ár að átta mig á – að vera bara ég Ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er bara að taka sénsinn Velkomin í vestrið villt… Velkomin í vestrið villt, Velkomin í vestrið villt, Þú færð einn séns til að hamra járnið Þarna er það – tækifærið (Því ég) Ætla að fara í vestrið villt, þar sem illt og spillt Er besta fólkið Og þó ég geri mjög gott mót Fari fót fyrir fót Er ég aldrei hólpinn Ætla að fara í vestrið villt, Þar sem mild og tryllt Eru kaup og skipti Ég segi já, ekkert mál, að veði legg mína sál Svo er bara að taka sénsinn Ég er bara að taka sénsinn Velkomin í vestrið villt. Wild West I'm on the road again How did it come to this? Don't know where I'm going But I'm looking for eternal bliss I'm like a rolling stone I can't stay in one place When you start to get bitter and you wanna get better You gotta change the taste I gotta hit the highway Yeah, here I go again Got nothing in my pocket But my in my heart there's a burning flame I'm a savage runaway Since 1993 Got nothing to my name But that's about to change… ‘Cause I'm Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass that test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? I'm on the road again and I still didn't get too far Got my studded chaps on, my cowboy boots, and I'm playing my spaghetti guitar I dressed up & I put it on hoping I'd fit the scene took 30 damn years to figure out: I just gotta be me Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass that test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? Why the hell wouldn't I risk it? Welcome to the wild wild west Welcome to the wild wild west Welcome to the wild wild west You get one shot, your 15 minutes Saddle up now, don't you miss it ‘Cause I'm Going to the wild wild west Where the only rest is for the wicked Where even if you do your best And you pass the test, doesn't mean you'll make it Going to the wild wild west ‘Cause it's the best place for business Got a can-do attitude, & nothing to lose So why the hell wouldn't I risk it? Oh Why the hell wouldn't I risk it? Welcome to the wild wild west. … Lagið nógu brjálað fyrir Eurovision Bashar segist vona að fólk átti sig á að þarna er hann að syngja um sitt innra barn sem ólst upp í ótrúlega krefjandi aðstæðum sem einkenndust af þversögnum og takmörkunum. „Ég vona að þetta geti reynst hvatning til allra sem eru hræddir við að elta drauma sína og að fólk noti rödd sína.“ Einar segir að það hafi verið alveg einstaklega gaman að vinna lagið. „Fyrir okkur báða. Sköpun þessa lags var langt út fyrir þægindarammann. Hvorugur okkar hefur gert lag með þessu þema áður. Við vildum að hljóðheimur lagsins félli að textanum, að við værum umsvifalaust komin í „villta vestrið“. Og því er með vilja gert að nota klisjur eins og flautu í byrjun lags, slæd-gítar og í raun eyðimerkurblústilfinningu um leið og lagið byggir á rafrænni undirstöðu. Okkur fannst þetta nógu brjálað fyrir Eurovision.“ Einar og Bashar urðu strax miklir mátar en þeir kynntust í tengslum við þátttöku Hara í Eurovision.vísir/vilhelm Þetta samstarf, það hlýtur að teljast algjörlega einstakt á heimsvísu? „Já. Eða, það byggir á vináttu milli okkar Einars sem hófst 2019. Ég kynntist þessu fallega landi sem Ísland er þegar Hatari bauð mér að koma til landsins eftir Eurovision. Ég fór í tónleikaferð með Hatara og við tróðum upp í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum,“ segir Bashar. Kolfallinn fyrir Íslandi Kynni tókust með honum og Hatara í tengslum við fræga för hljómsveitarinnar til Tel Aviv í Eurovision en sú för hefur verið skráð í heimildamyndinni A Son Called Hate sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir. „Þá fékk ég tækifæri til að ferðast um og upplifa þessa ótrúlegu náttúru sem ég féll algerlega fyrir og fólkinu. Og hef verið ástfanginn af Íslandi allar götur síðan. Við Einar höfum verið að vinna að plötu nú í yfir ár og höfum samið mörg frábær lög sem ég hlakka til að deila.“ Það vakti gríðarlega mikla athygli þegar spurðist að palestínumaður myndi taka þátt í íslensku Söngvakeppninni. Hvernig lýst ykkur á viðbrögðin? „Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Ég hef fengið mikla ást bæði frá fólki á Íslandi og reyndar um heim allan. Margir Eurovision-aðdáendur hafa sett sig í samband og lýst yfir áhuga, eftirvæntingu og stuðningi,“ segir Bashar. En hvað finnst ykkur um samhengið sem þetta hefur verið sett í? „Tjahhh, það er þannig að sem fólk höfum við Palestínumenn verið útilokaðir frá platformum sem sýna menningu okkar, fegurð, sögu og samfélag. Við erum mjög þakklátir fyrir og berum mikla virðingu fyrir Íslandi sem hefur veitt mér þetta tækifæri.“ Gefur ekki mikið fyrir hatursfullar athugasemdir Bashar segir að hann hafi, á sínum þrjátíu árum á þessari jörð búandi undir hernámi, lært að stundum verði menn einfaldlega að spila leikinn til að ná eyrum fólks. „Það sem ég get sagt núna er að öllum spilum verður spilað út þegar tíminn er réttur.“ Hatursfullar athugasemdir á netinu trufla Bashar ekki, hann tekur bara inn það góða og ekkert skortir á að viðtökurnar hafi verið góðar.vísir/vilhelm Þú talar um að þið hafið notið mikils stuðnings en hatursfullar athugasemdir, einkum frá stuðningsmönnum Ísraels, hafa sannarlega látið á sér kræla og jafnvel gott betur? „Það er ást og það er hatur. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Þetta er viðbúið þegar einhver reynir að feta ótroðnar slóðir. Það sem skiptir máli fyrir mig er ást og stuðningur sem ég fæ frá fólki um heim allan frá fólki sem getur tengt sig við minn reynsluheim. Frá þeim sem trúa á að gera eitthvað frekar en að gera ekki neitt,“ segir Bashar. Ef þið vinnið og farið út, til Malmö, verður palestínski fáninn sjáanlegur? „Sko, það að ég sé á sviðinu sem Palestínumaður er einskonar fáni í sjálfu sér.“ Íslendingar hugrökk þjóð Bashar segir Ísland hafa reynst sér vel. Fyrst þegar hann kom leið honum eins og hann væri staddur á einhverjum hulinstað þangað sem hann gæti flúið. „Staður þar sem maður gæti hreinsað hugann og skapað tónlist. Uppáhaldið mitt er að uppgötva hina ótrúlegu tilraunastarfsemi sem hér ríkir, fólk er að finna ótal leiðir til tjáningar. Sú staðreynd að Ísland var hernumið gefur mér þá von. Íslendingar eru hugrökk þjóð,“ segir Bashar. Einar segist strax hafa kveikt á því sem Bashar var að pæla enda vissi hann að æskudraumur hans hafi verið sá að taka þátt í Eurovision. Eftir að hafa bent honum á hverjar reglurnar væru hefði hann einfaldlega spurt Bashar hvort hann vildi semja lag? Þeir félagar eru klárir í slaginn.vísir/vilhelm Nokkrum vikum seinna lenti Bashar loks á Íslandi, eða 16. nóvember 2022. „Hann hefði átt að koma 15. nóvember en starfsmaður á Heathrow meinaði honum aðgang að fluginu. Starfsmaðurinn hafði aldrei séð svona „Travel Document“ áður, sem er ekki vegabréf heldur sérstakt plagg fyrir Palestínufólk sem býr á hernumdum svæðum í Jerúsalem. Bashar neyddist til að gista eina nótt á flugvellinum. Dæmigert, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur lent í þessu. Með hjálp utanríkisráðuneytisins tókst að leysa málið á sólarhring og Bashar náði næsta flugi til Íslands,“ segir Einar. Flugu inn um síu RÚV Bashar kom til landsins undir formerkjum tónleika: „Hatari x Bashar Murad á Húrra.“ En þeir fóru strax að leggja á ráðin og eftir tónleikana hófumst þeir strax handa. „Við unnum saman í viku í stúdíóinu mínu og sömdum drög að nokkrum lögum. Lag tók að fæðast en við vorum óvissir hvort þetta væri rétti tíminn. Við ákváðum því að bíða í eitt ár,“ segir Einar. Vorið 2023 kom Bashar nokkrum sinnum til landsins til þess að semja með Einari og einn daginn hafði Bashar verið að bardúsa í stúdíóinu í nokkra tíma á undan mér. „Ég fann þennan takt hérna í tölvunni sem þú skírðir „Wild West“. Ég er að tengja við þetta,“ sagði Bashar og þeir Einar fóru að semja texta og það sama kvöld var komið lag. „Í ágúst sendi ég svo lagið inn til RÚV og fékk nánast strax svar. „Þetta er æði! Hver syngur?“ „Bashar Murad,“ segi ég. „Sá sem gerði lagið Klefi / Samed með Hatara.“ Nokkrum vikum síðar erum við komnir inn. Nú er bara að taka sénsinn,“ segir Einar. Bashar er hreinræktaður poppari En það verður eiginlega ekki hjá því komist að ræða aðeins um þetta fyrirbæri sem er Eurovision. Margir telja þetta vart tónlist heldur formúlu? „Þetta er frábrugðið. Eins og áður sagði erum við að fara út fyrir þægindarammann í þessu ferli,“ segir Einar. „En við höfum verið að vinna með popptónlist, það er popp í öllu sem ég snerti þó það sé Hatari eða Vök. Einar segist vissulega vera þekktari fyrir algernatíva tónlist en hann skammast sín ekki fyrir að vera viðriðinn poppið ef svo ber undir og Eurovision er Olympíukeppnin í poppi.vísir/vilhelm Ég lít á mig sem poppara þó ég sé þekktari fyrir að gera eitthvað sem er meira „alternative“ eins og með Vök og Hatara. En ég hef alltaf litið á mig sem popp pródúsent og er ekkert feiminn við það. Og Bashar er hreinræktaður poppari,“ segir Einar. Hann bendir á að það gæti verið gaman fyrir fólk að sjá hvað Bashar hafi verið að gera á því sviði en hann er leikstjóri og leikstýrir öllum sínum tónlistarmyndböndum sjálfur. „Það er mjög flott sem hann hefur verið að gera fyrir sína eigin útgáfur. Það er nýtt fyrir hann að semja á ensku og það hefur verið skemmtileg áskorun. Að semja á ensku breytir aðeins hvernig maður hugsar um texta og mótar sögu í lögum,“ segir Einar. Eurovision eru ólympíuleikar popptónlistarinnar Að sögn Einars eru rætur Bashars í palestínskri tónlist. „Það eru mikið af mið-austurlenskum elementum í tónlistinni hans þó hann sé á sinn hátt að gera popptónlist. Hann er oft líka að vinna með tvöfalda meiningu í sínum lögum.“ En af hverju viljið þið vera í Eurovision? „Fyrst og fremst er þetta tækifæri til að koma list minni og rödd á framfæri á aðalsviði heimsins og vonandi auka blæbrigði við samtalið sem er einfaldlega ekki svart og hvítt. Eurovision eru Ólympíuleikar popptónlistar og ég vil nýta tækifærið mitt í að „make history“,“ segir Bashar „Þetta er fyndið. Ég hafði aldrei séð mig taka þátt í þessu. Hvað þá tvisvar. En svona er lífið, maður hoppar inn í það sem manni finnst spennandi, og þar sem maður getur gert gagn. Ég er blessunarlega laus við þörfina fyrir því að vera í einhverju sviðsljósi, enda var ég fljótur að grípa grímu fyrir síðasta gigg.“ segir Einar.
Tónlist Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira