Tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar