Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 08:00 Arnar Gunnlaugsson sést hér í símanum á meðan leikur Vals og Víkings fer fram en Arnar var í leikbanni í leiknum. Valsmenn kærðu afskipti Arnars eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér. Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér.
Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36