Staðreyndir um Rapyd Garðar Stefánsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar