Íbúar í Suðurnesjabæ geti fljótlega byrjað að kynda hús sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:51 Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. Vísir Suðurnesjabær enn án hita en vonast er til íbúar geti kynt hús sín um og eftir hádegi að sögn verkstjóra hjá HS veitum. Hiti sé kominn víðast hvar annars staðar á Suðurnesjum. Sérfræðingar hafa farið í fjölda útkalla vegna ástandsins síðasta sólahringinn. Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira