Bönnum fjáraflanir foreldra fyrir börnin sín á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 06:00 Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Facebook Samfélagsmiðlar Íþróttir barna Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar