Stjórnleysi 20. febrúar 2024 07:30 Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar