Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 13:42 Mikill hugur er í eldri borgurum. Aðalfundur félags Eldri borgara er að hefjast og óttast menn nú að eldri armur Sjálfstæðisflokksins vilji leggja félagið undir sig. Vísir/Samsett Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. „Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns. Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Sjá meira
„Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns.
Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Sjá meira