Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2024 10:45 Á myndbandinu sést hvernig ferðamennirnir hverfa undir ölduna. Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. „Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
„Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24