Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 08:49 Elon Musk segir að fólk eigi að geta treyst því að Tesla bregðist rétt við í málum sem þessum. EPA Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu. „Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið. Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið.
Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira