Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 17:01 Konan var gómuð við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira