„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 18:24 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp í sigrinum mikilvæga. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. „Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
„Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30