„Svona er lífið, sem betur fer“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 11:00 Arnar er með örlítið breyttan hóp í höndunum frá HM í desember. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira