Aldís Ásta: Leiðinlegt að vera ekki valin á HM en gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 15:00 Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/þór. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir spilar sem atvinnumaður hjá sænska félaginu Skara og þekkir því vel sænska handboltann. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís. Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís.
Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira