Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 22:44 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, segir stöðu hópsins ekki góða. Vísir/Arnar Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira