„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:52 Sara Sif skilaði góðu dagsverki þrátt fyrir stórt tap íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22