Er eldra fólk auðlind peningaaflanna? Aríel Pétursson skrifar 4. mars 2024 11:01 Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Fasteignamarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar