Mascherano um viðræður við Messi: Ekki auðvelt fyrir hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 13:00 Javier Mascherano talar við Lionel Messi þegar þeir léku saman á HM í Rússlandi 2018. Getty/Chris Brunskill Javier Mascherano, þjálfari Ólympíuliðs Argentínumanna, segist hafa rætt við Lionel Messi um að Messi spili með liðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira