Enn læstur úti en óviss um að hann langi aftur inn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 11:30 Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þeirra sem enn komast ekki inn á Facebook eftir hrakfarir miðilsins í gær. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum. „Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“ Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
„Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“
Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira