Reglugerðafargan gerir smáframleiðendum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 22:04 Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi og Beint frá býli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil fjölgun er í flóru smáframleiðenda á Íslandi, sem framleiða allskonar matvæli og selja beint frá býli. Reglugerðafargan gerir þó mörgum erfitt fyrir. Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira