Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 10:52 Myndin af Katrínu og börnunum var sú fyrsta sem birt var eftir að prinsessan gekkst undir aðgerð á kviðarholi á dögunum. Þögn konungsfjölskyldunnar um aðgerðina hefur að sjálfsögðu ýtt undir alls kyns kjaftasögur og samsæriskenningar. AP/Kin Cheung Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. „Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP. Bretland Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira