Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 21:47 Cody Gakpo skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í kvöld og fagnar hér öðru þeirra. Getty/James Gill Liverpool vann þarna stærsta sigur sinn á leiktíðinni og einvígið 11-2 samanlagt. Cody Gakpo skoraði tvö mörk í kvöld og Mohamed Salah var með eitt mark og þrjár stoðsendingar. Liverpool var líka í frábærum málum eftir 5-1 sigur í fyrri leiknum og var auk þess komið í 4-0 eftir aðeins fjórtán mínútna leik. Darwin Nunez skoraði fyrsta markið á 7. mínútu eftir sendingu frá Dominik Szoboszlai. Bobby Clark skoraði annað markið mínútu síðar eftir að Liverpool menn pressuðu lið Tékkana grimmilega. Mohamed Salah skoraði þriðja markið á 10. mínútu og Cody Gakpo það fjórða á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Salah. Veljko Birmancevic minnkaði muninn á 42. mínútu og staðan var 4-1 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum skoraði Dominik Szoboszlai fimmta markið á 48. mínútu og Cody Gakpo það sjötta á 55. mínútu eftir að Harvey Elliott skaut í hann og inn. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Liverpool vann þarna stærsta sigur sinn á leiktíðinni og einvígið 11-2 samanlagt. Cody Gakpo skoraði tvö mörk í kvöld og Mohamed Salah var með eitt mark og þrjár stoðsendingar. Liverpool var líka í frábærum málum eftir 5-1 sigur í fyrri leiknum og var auk þess komið í 4-0 eftir aðeins fjórtán mínútna leik. Darwin Nunez skoraði fyrsta markið á 7. mínútu eftir sendingu frá Dominik Szoboszlai. Bobby Clark skoraði annað markið mínútu síðar eftir að Liverpool menn pressuðu lið Tékkana grimmilega. Mohamed Salah skoraði þriðja markið á 10. mínútu og Cody Gakpo það fjórða á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Salah. Veljko Birmancevic minnkaði muninn á 42. mínútu og staðan var 4-1 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum skoraði Dominik Szoboszlai fimmta markið á 48. mínútu og Cody Gakpo það sjötta á 55. mínútu eftir að Harvey Elliott skaut í hann og inn.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti