Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2024 10:22 Ragnar Þór Ingólfsson er þungt hugsi yfir stöðu mála. vísir/vilhelm Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa í samfélaginu hafi minnkað við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Spennan í þjóðarbúinu geti þó leitt til þess að launaskrið verði meira en ella. Einnig geti aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið í ströngu í kjarasamningagerð undanfarnar vikur. Hann segir tilkynningu um óbreytta vexti ekki hafa komið á óvart. „Nei það kemur fátt á óvart þegar Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd eru annars vegar. Það er nóg til í þeim sarpi í afsakanabókinni til að halda vöxtum óbreyttum eða hækka,“ segir Ragnar Þór. „Vonbrigðin eru auðvitað gríðarleg.“ Svigrúm til fimmtíu punkta lækkunar Ragnar Þór segir verkalýðsfélögin hafa farið í einu og öllu eftir forskrift Seðlabanka Íslands sem hafi sagt svigrúm til að hefja ferli vaxtalækkunar. Hann er sannfærður um að allt aðrir þættir en laun séu að keyra áfram verðbólgu. „Staðan er svo svakalega erfið, hjá heimilunum og okkar fólki. Okkur var nauðbeygður sá kostur að fara eftir fyrirmælum Seðlabankans sem hefur reynt að skella skuldinni á verkalýðinn og launafólk. Það var svigrúm til lækkunar um allavega fimmtíu punkta. Það eru vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki hafið ferlið nú þegar,“ segir Ragnar Þór. Launaliður og kostnaðarmat kjarasamninga hafi verið innan þess ramma sem Seðlabankinn hafi sjálfur sett. Það hafi verið ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin hafi farið þessa leið. Seðlabankinn hafi stillt heimilunum upp við vegg. „Ef fólk hefur ekki þegar kiknað undan þessari hávaxtastefnu styttist í að fólk þoli ekki meira. Það er komið að þolmörkum.“ Lítið hægt að gera á okurvöxtum Hann segir 250 milljarða í húsnæðislánum á föstum vöxtum losna á þessu ári. Þá séu margir í mjög erfiðri stöðu sem eru með lán sem hafa losnað undana föstum vöxtum. „Það er alveg ljóst að það stefnir í algjört óefni miðað við nýjustu tölur frá umboðsmanni skuldara, stöðu skammtímaskulda og yfirdráttarlána hjá heimilum landsins,“ segir Ragnar Þór. Áhrifin séu sömuleiðis mikil á lítil og meðalstór fyrirtæki. Húsnæðiskreppan hafi verið langvarandi og staðan versni með hverjum mánuði á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að byggja hagkvæmt eða fjármagna á þessum okurvöxtum.“ Varðandi lausnir í stöðunni vísar Ragnar Þór til orða Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hélt ávarp hér á landi á dögunum. Hann gagnrýndi stefnur Seðlabanka víða um heim og stýrivaxtahækkanir. „Hvort á að trúa Nóbelsverðlauna eða Ásgeiri Jónssyni sem hefur ekki beint glæsilega ferilskrá þegar kemur að fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann þar til starfa Ásgeirs í íslensku bönkunum árin fyrir hrun. „Ég velti því fyrir mér hvort löggjafinn þurfi ekki hreinlega að stíga inn í, því skaðinn sem þó er skeður getur ekki endað nema með ósköpum. Annað er útilokað.“ Væru óeirðir í öðrum löndum Alþingi og ríkisstjórnin beri ábyrgð á stöðunni. Samfélaginu sé haldið í heljar greipum. „Þetta er hugmyndafræði sem virðist ekki standast eina einustu skoðun,“ segir Ragnar Þór um stýrivaxtatól Seðlabankans. Ragnar var spurður að því hvort þetta væri þó ekki viðurkennt tól um allan heim. Föst skot Stiglitz virðist í andstöðu við skoðun annarra Nóbelsverðlaunahafa. Ragnar minnir á að Stiglitz hafi gagnrýnt Seðlabanka um heim allan en stýrivextir hér séu þó mun hærri en í nágrannalöndum. „Seðlabankar heimsins eru ekki að fara sömu leið og Seðlabanki Íslands. Ef þú skoðar stöðuna í samanburðarríkjum þá er hún ekkert í líkingu við hér. Ég er sannfærður um að ef þetta væri staðan í mörgum af okkar samanburðarlöndum, bæði Norðurlöndunum og Evrópu, stýrivextir í 9,25 prósentum, þá væri engin lognmolla þar. Það væri örugglega mótmælt á götum útum og hreinlega óeirðir.“ Þannig er staðan þó ekki hér. Hátt heyrist í verkalýðshreyfingunni en lítið hefur farið fyrir mótmælum. Hugsi yfir lund landsmanna „Dagslundin er á öðru stigi hérna,“ segir Ragnar undrandi. Þótt verið sé að murka lífið úr heimilum landsins, eins og hann segir. Enga sérfræðinga þurfi til að greina áhrifin á húsnæðismarkað, verðbólgu og fleiri þátta sem grípa þurfi til aðgerða gagnvart. Það verði rannsóknarefni að meta þann skaða sem Seðlabanki Íslands og hans peningastefna séu að valda og hafi valdið. En hvers vegna eru þá ekki meiri læti? Af hverju heyrist ekki hátt í landsmönnum sé staðan svona slæm? „Ég er verulega hugsi yfir því hvað þjóðin er tilbúin að láta bjóða sér,“ segir Ragnar Þór. „Hvar þolmörk þjóðar bresta verður að koma í ljós.“ Þjóðin hafi risið upp eftir bankahrunið þegar skuldir stökkbreyttust. Nú sjáist á öllum tölum og rannsóknum að staðan sé sífellt að versna. „Hver þolmörkin verða er ómögulegt að segja. Það verður að grípa til einhverra aðgerða, stjórnvöld að stíga inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.“ Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa í samfélaginu hafi minnkað við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Spennan í þjóðarbúinu geti þó leitt til þess að launaskrið verði meira en ella. Einnig geti aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið í ströngu í kjarasamningagerð undanfarnar vikur. Hann segir tilkynningu um óbreytta vexti ekki hafa komið á óvart. „Nei það kemur fátt á óvart þegar Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd eru annars vegar. Það er nóg til í þeim sarpi í afsakanabókinni til að halda vöxtum óbreyttum eða hækka,“ segir Ragnar Þór. „Vonbrigðin eru auðvitað gríðarleg.“ Svigrúm til fimmtíu punkta lækkunar Ragnar Þór segir verkalýðsfélögin hafa farið í einu og öllu eftir forskrift Seðlabanka Íslands sem hafi sagt svigrúm til að hefja ferli vaxtalækkunar. Hann er sannfærður um að allt aðrir þættir en laun séu að keyra áfram verðbólgu. „Staðan er svo svakalega erfið, hjá heimilunum og okkar fólki. Okkur var nauðbeygður sá kostur að fara eftir fyrirmælum Seðlabankans sem hefur reynt að skella skuldinni á verkalýðinn og launafólk. Það var svigrúm til lækkunar um allavega fimmtíu punkta. Það eru vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki hafið ferlið nú þegar,“ segir Ragnar Þór. Launaliður og kostnaðarmat kjarasamninga hafi verið innan þess ramma sem Seðlabankinn hafi sjálfur sett. Það hafi verið ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin hafi farið þessa leið. Seðlabankinn hafi stillt heimilunum upp við vegg. „Ef fólk hefur ekki þegar kiknað undan þessari hávaxtastefnu styttist í að fólk þoli ekki meira. Það er komið að þolmörkum.“ Lítið hægt að gera á okurvöxtum Hann segir 250 milljarða í húsnæðislánum á föstum vöxtum losna á þessu ári. Þá séu margir í mjög erfiðri stöðu sem eru með lán sem hafa losnað undana föstum vöxtum. „Það er alveg ljóst að það stefnir í algjört óefni miðað við nýjustu tölur frá umboðsmanni skuldara, stöðu skammtímaskulda og yfirdráttarlána hjá heimilum landsins,“ segir Ragnar Þór. Áhrifin séu sömuleiðis mikil á lítil og meðalstór fyrirtæki. Húsnæðiskreppan hafi verið langvarandi og staðan versni með hverjum mánuði á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að byggja hagkvæmt eða fjármagna á þessum okurvöxtum.“ Varðandi lausnir í stöðunni vísar Ragnar Þór til orða Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hélt ávarp hér á landi á dögunum. Hann gagnrýndi stefnur Seðlabanka víða um heim og stýrivaxtahækkanir. „Hvort á að trúa Nóbelsverðlauna eða Ásgeiri Jónssyni sem hefur ekki beint glæsilega ferilskrá þegar kemur að fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann þar til starfa Ásgeirs í íslensku bönkunum árin fyrir hrun. „Ég velti því fyrir mér hvort löggjafinn þurfi ekki hreinlega að stíga inn í, því skaðinn sem þó er skeður getur ekki endað nema með ósköpum. Annað er útilokað.“ Væru óeirðir í öðrum löndum Alþingi og ríkisstjórnin beri ábyrgð á stöðunni. Samfélaginu sé haldið í heljar greipum. „Þetta er hugmyndafræði sem virðist ekki standast eina einustu skoðun,“ segir Ragnar Þór um stýrivaxtatól Seðlabankans. Ragnar var spurður að því hvort þetta væri þó ekki viðurkennt tól um allan heim. Föst skot Stiglitz virðist í andstöðu við skoðun annarra Nóbelsverðlaunahafa. Ragnar minnir á að Stiglitz hafi gagnrýnt Seðlabanka um heim allan en stýrivextir hér séu þó mun hærri en í nágrannalöndum. „Seðlabankar heimsins eru ekki að fara sömu leið og Seðlabanki Íslands. Ef þú skoðar stöðuna í samanburðarríkjum þá er hún ekkert í líkingu við hér. Ég er sannfærður um að ef þetta væri staðan í mörgum af okkar samanburðarlöndum, bæði Norðurlöndunum og Evrópu, stýrivextir í 9,25 prósentum, þá væri engin lognmolla þar. Það væri örugglega mótmælt á götum útum og hreinlega óeirðir.“ Þannig er staðan þó ekki hér. Hátt heyrist í verkalýðshreyfingunni en lítið hefur farið fyrir mótmælum. Hugsi yfir lund landsmanna „Dagslundin er á öðru stigi hérna,“ segir Ragnar undrandi. Þótt verið sé að murka lífið úr heimilum landsins, eins og hann segir. Enga sérfræðinga þurfi til að greina áhrifin á húsnæðismarkað, verðbólgu og fleiri þátta sem grípa þurfi til aðgerða gagnvart. Það verði rannsóknarefni að meta þann skaða sem Seðlabanki Íslands og hans peningastefna séu að valda og hafi valdið. En hvers vegna eru þá ekki meiri læti? Af hverju heyrist ekki hátt í landsmönnum sé staðan svona slæm? „Ég er verulega hugsi yfir því hvað þjóðin er tilbúin að láta bjóða sér,“ segir Ragnar Þór. „Hvar þolmörk þjóðar bresta verður að koma í ljós.“ Þjóðin hafi risið upp eftir bankahrunið þegar skuldir stökkbreyttust. Nú sjáist á öllum tölum og rannsóknum að staðan sé sífellt að versna. „Hver þolmörkin verða er ómögulegt að segja. Það verður að grípa til einhverra aðgerða, stjórnvöld að stíga inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.“
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira