Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 20. mars 2024 22:55 Sigmar telur ótækt að Landsbankinn geti keypt TM án þess að ráðfæra sig við eiganda sinn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Fjármálaráðherra ítrekaði afstöðu sína, um að kaup Landsbankans á öllu hlutafé TM af Kviku banka myndi ekki ganga í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hæfist samhliða, þegar hún flutti munnlega skýrslu um málið á Alþingi í dag. Farið var yfir líflegar umræður á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar. „Mér finnst nú eiginlega mjög brýnt að ganga úr skugga um að það verði hægt að vinda ofan af þessu. Mér finnst ekki ganga upp að banki sem er að fullu nánast í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng né prest, að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað,“ segir Sigmar. Erfitt að bakka Greint var frá því í gær að Landsbankanum og eiganda hans gæti reynst erfitt að hætta við kaupin á TM, enda er kauptilboð bankans skuldbindandi. Furðulegt að ráðherra tengi kaupin við sölu Sigmar segir einnig að honum þyki sérstakt að fjármálaráðherra hengi saman skilyrði sín um að kaupin geti orðið að veruleika og að samtal verði tekið um sölu ríkisins á Landsbankanum. Sér í lagi þegar boðið næstu skref séu sala á Íslandsbanka. „Svo koma tveir ráðherrar, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra, fram í þinginu á mánudaginn sem slá það allt til baka sem fjármálaráðherrann er að segja. Þannig að þetta er auðvitað svolítið óþægilegt, það er einhver atburðarás í gangi sem við vitum ekkert hvort einhver hafi yfirhöfuð stjórn á og við höfum ekki hugmynd um það hver stefna ríkisstjórnarinnar er eftir þessa leikjafræði alla. Maður svolítið spyr sig: hvert stefnum við? Mér finnst það bara engan veginn ljóst þrátt fyrir að eigendastefnan í sjálfu sér sé ágætlega skýr.“ Ráðherra hafi ekki beitt heimildum sínum Jóhann Páll segir að Samfylkingin hafi bent á það að fjármálaráðherra sé vörslumaður ríkiseigna á Íslandi. Hún fari með yfirstjórn og eftirlitsskyldu með Bankasýslu ríkisins. „Við vitum að ráðherra hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli. Hún tjáði sig um það í í hlaðvarpsviðtali í byrjun febrúar. En engu að síður beitti hún ekki þeim heimildum sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að reyna að koma í veg fyrir þessi kaup. Samkvæmt lögum um Bankasýsluna hefur ráðherra heimild til þess að stíga inn og beina tilmælum til Bankasýslunnar um tiltekin mál Ráðherra kaus að gera það ekki þótt ráðherra teldi þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu ganga gegn eigandastefnu ríkisins.“ Jóhann Páll gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að hafa ekki átt samtal við Bankasýsluna.Vísir/Vilhelm Gagnrýnir samskiptaleysi Eftir umræður í þingsal hafi komið í ljós að það væri ekki nóg með að ráðherra hefði ekki beitt heimildum sínum, heldur hefði hún beinlínis engin samskipti haft við Bankasýsluna. Allan þann tíma sem hún vissi af því að TM væri í söluferli. „Þegar það hafði komið fram í fjölmiðlum að Landsbankinn væri að bjóða í þessi hlutabréf. Þannig að nú vitum við það að hún hún spurði einskis, aflaði engra upplýsinga, átti engin samskipti við Bankasýsluna, þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún sem fjármálaráðherra hefur yfirstjórnina og eftirlitsskyldur samkvæmt lögum og hefur þessa skýru heimildir til að bregðast við.“ Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fjármálaráðherra ítrekaði afstöðu sína, um að kaup Landsbankans á öllu hlutafé TM af Kviku banka myndi ekki ganga í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hæfist samhliða, þegar hún flutti munnlega skýrslu um málið á Alþingi í dag. Farið var yfir líflegar umræður á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar. „Mér finnst nú eiginlega mjög brýnt að ganga úr skugga um að það verði hægt að vinda ofan af þessu. Mér finnst ekki ganga upp að banki sem er að fullu nánast í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng né prest, að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað,“ segir Sigmar. Erfitt að bakka Greint var frá því í gær að Landsbankanum og eiganda hans gæti reynst erfitt að hætta við kaupin á TM, enda er kauptilboð bankans skuldbindandi. Furðulegt að ráðherra tengi kaupin við sölu Sigmar segir einnig að honum þyki sérstakt að fjármálaráðherra hengi saman skilyrði sín um að kaupin geti orðið að veruleika og að samtal verði tekið um sölu ríkisins á Landsbankanum. Sér í lagi þegar boðið næstu skref séu sala á Íslandsbanka. „Svo koma tveir ráðherrar, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra, fram í þinginu á mánudaginn sem slá það allt til baka sem fjármálaráðherrann er að segja. Þannig að þetta er auðvitað svolítið óþægilegt, það er einhver atburðarás í gangi sem við vitum ekkert hvort einhver hafi yfirhöfuð stjórn á og við höfum ekki hugmynd um það hver stefna ríkisstjórnarinnar er eftir þessa leikjafræði alla. Maður svolítið spyr sig: hvert stefnum við? Mér finnst það bara engan veginn ljóst þrátt fyrir að eigendastefnan í sjálfu sér sé ágætlega skýr.“ Ráðherra hafi ekki beitt heimildum sínum Jóhann Páll segir að Samfylkingin hafi bent á það að fjármálaráðherra sé vörslumaður ríkiseigna á Íslandi. Hún fari með yfirstjórn og eftirlitsskyldu með Bankasýslu ríkisins. „Við vitum að ráðherra hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli. Hún tjáði sig um það í í hlaðvarpsviðtali í byrjun febrúar. En engu að síður beitti hún ekki þeim heimildum sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að reyna að koma í veg fyrir þessi kaup. Samkvæmt lögum um Bankasýsluna hefur ráðherra heimild til þess að stíga inn og beina tilmælum til Bankasýslunnar um tiltekin mál Ráðherra kaus að gera það ekki þótt ráðherra teldi þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu ganga gegn eigandastefnu ríkisins.“ Jóhann Páll gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að hafa ekki átt samtal við Bankasýsluna.Vísir/Vilhelm Gagnrýnir samskiptaleysi Eftir umræður í þingsal hafi komið í ljós að það væri ekki nóg með að ráðherra hefði ekki beitt heimildum sínum, heldur hefði hún beinlínis engin samskipti haft við Bankasýsluna. Allan þann tíma sem hún vissi af því að TM væri í söluferli. „Þegar það hafði komið fram í fjölmiðlum að Landsbankinn væri að bjóða í þessi hlutabréf. Þannig að nú vitum við það að hún hún spurði einskis, aflaði engra upplýsinga, átti engin samskipti við Bankasýsluna, þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún sem fjármálaráðherra hefur yfirstjórnina og eftirlitsskyldur samkvæmt lögum og hefur þessa skýru heimildir til að bregðast við.“
Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira