Ekki þykjast ekki vita neitt Hjálmtýr Heiðdal skrifar 25. mars 2024 14:31 Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu KSÍ Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar