Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 07:38 Strangtrúaðir hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega og komið hefur til átaka milli þeirra og lögreglu. Getty/Alexi J. Rosenfeld Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira