Heilbrigðisráðuneytið er með forystu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:30 Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum. Ekki þótti ljóst hvaða aðilar hefðu bestu yfirsýn um vandann og hvernig væri tekið á honum. Það er margt gott og áhugavert sem kemur fram í þessari skýrslu en annað sem er þess fallið að valda misskilningi þar með talið umræða um forystuleysi í málaflokknum. Í skýrslunni kemur fram að enginn aðili hafi fulla yfirsýn yfir hve margir glími við ópíóíðavanda á landinu. Staðreyndin er sú að heilbrigðisráðuneytið tekur fulla forystu í málaflokknum og hefur ekki skorast undan því. Hér er um að ræða sjúkdóm sem er líf- sál og félagslegur og því eru félagsaðstæður einstaklinga margbrotnar og flóknar. Verkefnið kallar á samstarf milli ráðuneyta sem og sveitarfélaga, enda er stór liður í bataferli þessara einstaklinga að hafa skjól yfir höfuðið. Ópíóíðavandinn er alvarlegur og hvert mannslífs sem tapast þar er einu lífi of mikið. Margvíslegar aðgerðir Heilbrigðisráðuneytið með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur síðustu misseri unnið að krafti við að berjast við misnotkun á ópíóðum. Tillögur heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða voru samþykktar í ríkisstjórn í apríl 2023 og á samkvæmt fjárlögum á að verja 150 milljónum í aðgerðirnar á þessu ári og eru margar þeirra vel á veg komnar. Tilraunaverkefni er hafið um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja í heilsugæslu. Þá hefur starfshópur tekið til starfa um skaðaminnkun og fleira. Auk þess vinnur heilbrigðisráðuneytið að stefnum í málaflokknum. Það er skaðaminnkunarstefnu og stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna. Þá má nefna að Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ og aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð. Auk þess hefur heilbrigðisráðuneytið í tvígang lagt 30 milljónir til félagasamtaka í verkefni til þess að sporna við skaða af völdum fíknisjúkdóma auk þess sem Lýðheilsusjóður hefur verið stækkaður. Þá er búið er að dreifa Naloxone í bíla hjá viðbragðsaðilum þá sjá Vorteymi og Frú Ragnheiður einnig um að dreifa nefúðanum. Þess utan hefur Lyfjastofnun hafist handa við að kanna hvort mögulegt sé að gera naloxon nefúða að lausasölulyfi á Íslandi. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða sem valdið getur öndunarstoppi og dauða. Forvarnir númer eitt, tvö og þrjú Í baráttunni við fíknivandann er er hvert líf sem glatast ekki aðeins tölfræði heldur djúpstæður harmleikur og áminning um sögu einstaklings sem varð undir í baráttunni við fíknisjúkdóm. Fíkn er langt frá því að vera eingöngu viljabrestur heldur er fíkn flókið samspil erfðafræðilegra, umhverfis- og sálfræðilegra þátta sem krefjast margþættra viðbragða. Aðgerðir sem miða að því að draga úr neyslu ávana- og vímuefna, hverju nafni sem þær nefnast, skila samfélaginu ávinningi. Árangur Íslands í forvörnum ungmenna hefur verið einstakur og eftirtektarverður og þann árangur megum við ekki gefa eftir. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna hafa tekið stakkaskiptum í jákvæða átt síðustu ár. Leiðin niður á við getur tekið mun skemmri tíma en að ná árangri og því skipta forvarnir og heilsuefling miklu máli. Mikilvægt er að fræða og þjálfa þá sem vinna með ungmennum í daglegu starfi, með því að gera forvarnir og heilsueflingu sem hluta af skipulögðu uppeldis- og fræðslustarfi höfum við meiri möguleika á að ná til þeirra sem ella gætu orðið fíknisjúkdómum að bráð. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum. Ekki þótti ljóst hvaða aðilar hefðu bestu yfirsýn um vandann og hvernig væri tekið á honum. Það er margt gott og áhugavert sem kemur fram í þessari skýrslu en annað sem er þess fallið að valda misskilningi þar með talið umræða um forystuleysi í málaflokknum. Í skýrslunni kemur fram að enginn aðili hafi fulla yfirsýn yfir hve margir glími við ópíóíðavanda á landinu. Staðreyndin er sú að heilbrigðisráðuneytið tekur fulla forystu í málaflokknum og hefur ekki skorast undan því. Hér er um að ræða sjúkdóm sem er líf- sál og félagslegur og því eru félagsaðstæður einstaklinga margbrotnar og flóknar. Verkefnið kallar á samstarf milli ráðuneyta sem og sveitarfélaga, enda er stór liður í bataferli þessara einstaklinga að hafa skjól yfir höfuðið. Ópíóíðavandinn er alvarlegur og hvert mannslífs sem tapast þar er einu lífi of mikið. Margvíslegar aðgerðir Heilbrigðisráðuneytið með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur síðustu misseri unnið að krafti við að berjast við misnotkun á ópíóðum. Tillögur heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða voru samþykktar í ríkisstjórn í apríl 2023 og á samkvæmt fjárlögum á að verja 150 milljónum í aðgerðirnar á þessu ári og eru margar þeirra vel á veg komnar. Tilraunaverkefni er hafið um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja í heilsugæslu. Þá hefur starfshópur tekið til starfa um skaðaminnkun og fleira. Auk þess vinnur heilbrigðisráðuneytið að stefnum í málaflokknum. Það er skaðaminnkunarstefnu og stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna. Þá má nefna að Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ og aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð. Auk þess hefur heilbrigðisráðuneytið í tvígang lagt 30 milljónir til félagasamtaka í verkefni til þess að sporna við skaða af völdum fíknisjúkdóma auk þess sem Lýðheilsusjóður hefur verið stækkaður. Þá er búið er að dreifa Naloxone í bíla hjá viðbragðsaðilum þá sjá Vorteymi og Frú Ragnheiður einnig um að dreifa nefúðanum. Þess utan hefur Lyfjastofnun hafist handa við að kanna hvort mögulegt sé að gera naloxon nefúða að lausasölulyfi á Íslandi. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða sem valdið getur öndunarstoppi og dauða. Forvarnir númer eitt, tvö og þrjú Í baráttunni við fíknivandann er er hvert líf sem glatast ekki aðeins tölfræði heldur djúpstæður harmleikur og áminning um sögu einstaklings sem varð undir í baráttunni við fíknisjúkdóm. Fíkn er langt frá því að vera eingöngu viljabrestur heldur er fíkn flókið samspil erfðafræðilegra, umhverfis- og sálfræðilegra þátta sem krefjast margþættra viðbragða. Aðgerðir sem miða að því að draga úr neyslu ávana- og vímuefna, hverju nafni sem þær nefnast, skila samfélaginu ávinningi. Árangur Íslands í forvörnum ungmenna hefur verið einstakur og eftirtektarverður og þann árangur megum við ekki gefa eftir. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna hafa tekið stakkaskiptum í jákvæða átt síðustu ár. Leiðin niður á við getur tekið mun skemmri tíma en að ná árangri og því skipta forvarnir og heilsuefling miklu máli. Mikilvægt er að fræða og þjálfa þá sem vinna með ungmennum í daglegu starfi, með því að gera forvarnir og heilsueflingu sem hluta af skipulögðu uppeldis- og fræðslustarfi höfum við meiri möguleika á að ná til þeirra sem ella gætu orðið fíknisjúkdómum að bráð. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar