Dómararnir virtust efast um réttmæti málsins gegn FDA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 08:09 Læknarnir sem standa að málsókninni mættu í sloppunum í dómsal. Getty/Anna Rose Layden Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virðast hafa verulegar efasemdir um málflutning samtaka sem vilja að dómstóllinn felli úr gildi ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna um að heimila notkun mifepristone. Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira