Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 22:52 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði slökkvistarf á gróðureldum við gosstöðvarnar hafa gengið vel í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum. Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum.
Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira