Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 11:45 Steinunn Björnsdóttir er ein þriggja sem eftir urðu á Íslandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni. EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni.
EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09