Fischersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 20:31 Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum safnið með góðu samstarfsfólki sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fishersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda skákmanna um allan heim enda stöðugar heimsókn þeirra á safnið og að gröf Bobby Fischers, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði rétt fyrir utan Selfoss. Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi. Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira
Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi.
Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira