Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. apríl 2024 20:01 Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem segir brýnt að fá fjölbreyttari úrræði fyrir fyrirtæki í bænum. Vísir/Sigurjón Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira