Allir spenntir nema Halldór: „Ég meika þetta ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. apríl 2024 08:41 Halldór Smári í leiknum við Val á mánudag. Honum var síðar vísað af velli. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, verður á hliðarlínunni þegar hans menn opna Bestu deild karla gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld. Hann kvíðir því að þurfa að horfa á leikinn úr stúkunni. Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30