„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 06:47 Thelma segir mikilvægt að við lærum af því sem gerst hefur í Grindavík. Vísir/Vilhelm Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. „Húsnæðismál eru stóra málið okkar frá upphafi því öruggt húsnæði er ein af grunnþörfum allra og skortur á slíku öryggi hefur áhrif á allt annað . Þegar fólk veit ekki hvar það mun búa næstu vikur eða mánuði nær það ekki lendingu,“ segir Thelma B. Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi í Grindavík. Óvissa í húsnæðismálum hafi áhrif á fjárhag fólks, andlega heilsu auk þess sem það eigi erfitt með að ná áttum og átta sig á næstu skrefum. „Fólkið okkar er margt kvíðið og óöruggt því það er svo mikil óvissa ríkjandi. Fólk hefur leitað ýmissa leiða til að ná stjórn á aðstæðum en óvissan er enn ríkjandi hjá mörgum og hafa margir þurft að reiða sig á lyf til þess að ráða við aðstæður eða misst vinnufærni sökum mikillar vanlíðan. Þessar aðstæður geta haft afleiðingar til lengri tíma.“ Thelma segir óvissu hvað varðar húsnæðismálin eiga sér nokkrar birtingarmyndir. Fólk viti ekki hvar það muni búa en einnig séu margir í óviðunandi húsnæði. „Við erum að aðstoða fólk í ótryggu húsnæði og við erum enn með fólk sem býr inni á ættingjum sínum. Eldri borgarar í óviðandi húsnæðiskosti og fólk í húsnæðisúrræði sem hefði aldrei átt að duga lengur en í tvo eða þrjá mánuði. En við erum enn að vinna að því að tryggja þessu fólki öruggt húsnæði sem hentar þeirra þörfum en það hefur reynst gríðarlega erfitt“ segir Thelma. Víða eru skemmdir í bænum og ekki öruggt að vera. Vísir/Arnar Hún segir aðgerðir stjórnvalda vegna húsnæðis hafa hjálpað en að þær hafi að miklu leyti snúið að fjölskyldum og minna að pörum og einstaklingum. Það sé orðið stórt vandamál hvernig eigi að aðstoða þau. Þau fái minni húsnæðisstuðning en kostnaðurinn sé meiri við húsnæði og erfitt er að finna minni íbúðir á viðráðanlegu leiguverði. „Fólk leitar helst til okkar vegna húsnæðisvandamála og fjárhagsvandamála. Fólk er að leita sér að húsnæði og er að reyna að vera að nálægt vinnunni en veit svo ekkert hvort þau halda vinnu eða ekki,“ segir Thelma og að þetta eigi til dæmis við um þau sem eru að vinna í Grindavík. Aka 200 kílómetra á hverjum degi Hún segir fjölmörg dæmi um að fólki hafi boðist húsnæði austur fyrir fjall og hafi verið að aka um 200 kílómetra á hverjum degi til að komast til vinnu. „Það er mjög dýrt og tímafrekt. Sumir eru með börn og þurfa að fara mjög langt til að halda uppi grundvallarþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði.“ Auk þessa segir Thelma þau sem leiti til þeirra lýsi rosalegum fjárútlátum sem hafi fylgt rótleysi síðustu mánaða, „Þau koma úr þessu litla samfélagi þar sem þau hafa getað gengið í alla þjónustu. En svo allt í einu eru þau flutt til dæmis á höfuðborgarsvæðið og stuðningsnetið er á Selfossi eða Reykjanesbæ og enginn getur passað og hjálpað lengur. Aðstæður fólks urðu flóknari og það var hefur skapað mikla erfiðleika fyrir hópinn,“ segir Thelma en að með aukinni vissu og öruggari búsetu sé fólk að ná betri lendingu. Í Grindavík voru alls um 1.200 heimili. Thelma segir fólk nú reyna að redda sér húsnæði í mikilli örvæntingu. „Nú eru allir að stóla á uppkaupin hjá ríkinu, sem er samt að taka allt of langan tíma,“ segir Thelma og að fólk keppist á húsnæðismarkaði sem sé þegar mettaður. Sumir bíði eftir hækkun á brunabótamati og uppkaupum og séu á meðan að missa frá sér kauptilboð. Samfélagið er samheldið og syrgir nú bæinn sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta keyrir fólkið okkar í enn meiri óvissu og óöryggi Öll fræði segja að öruggt húsnæði sé kjarni alls og þess vegna höfum við verið að berjast fyrir því. Þegar þú ert með öruggt heimili geturðu komið þér fyrir og farið að huga að öðrum hlutum. Fólk hefur lýst því að þegar það var loks komið með öruggt húsnæði gat það hugsað skýrar, það fúnkeraði betur í vinnunni og gat betur náð utan um sitt daglegt líf. Það að við séum enn með fólk án öruggs heimilis , fimm mánuðum síðar, er algjörlega óboðlegt“ segir Thelma. Risavaxnar fjárhagsáhyggjur Eins og staðan er núna er líklegt að kaupin hjá Þórkötlu gangi í gegn í apríl. Í nýjustu fréttatilkynningu fasteignafélagsins frá 27. mars kemur fram að um 546 hafi óskað eftir því að selja Þórkötlu húsnæði sitt og að stefnt sé á að hefja uppkaupin í upphafi aprílmánaðar. „Ég ætla ekki að gera lítið úr þessu úrræði. Það mun sannarlega hjálpa fólki en fólk hefði þurft að fá öruggt skjól til að byrja með, sem það fékk ekki. Þess vegna er þessi örvænting í gangi. Þau eru að reyna að tryggja sér heimili og eru að taka risavaxnar fjárhagslegar ákvarðanir um húsnæðismálin sín,“ segir hún og að margir séu jafnvel að kaupa miklu dýrara en þau áttu áður. Samhliða séu einhverjir að missa vinnuna eða eru óörugg með framtíðarhorfur á atvinnustöðu sinni. „Fræðin segja okkur að það á ekki að þrýsta á fólk á að taka stórar lífsbreytandi ákvarðanir í áfalli. Fólkið okkar er í miklu áfalli og því skiptir máli að skapa svigrúm til þess að taka ígrundaðar ákvarðanir þegar fólk er tilbúið. Grindavík er einstakt samfélag en það er svo mikil samheldni sem einkennir Grindvíkinga. Það er svo mikill samhugur og samfélagið hefur verið svo sjálfbært og sterkt. Nú hriktir aðeins í stoðunum því álagið er svo svakalegt og nú er hver bara að reyna að bjarga sér,“ segir Thelma og að á húsnæðismarkaði sé verið að etja fólki saman. Hann sé svo erfiður. Hvað varðar fólk á leigumarkaði segir Thelma þau einnig í erfiðri stöðu. Margir séu að leigja í miklu dýrara húsnæði en þau voru í Grindavík og sum jafnvel enn með skuldbindingar í Grindavík. Fólk fái stuðning en að sá stuðningur eigi að renna út í haust. Með honum njóti þau einhvers konar jafnvægis en að margir séu áhyggjufullir yfir því að hann renni út. Fólk sé stressað að til dæmis skuldbinda sig í leigusamning til langs tíma þegar þau viti að stuðningurinn renni út í haust en dæmi eru um að einstaklingar hafi neyðst til að leigja allt of stórar og dýrar eignir á stað sem hentar þeim ekki vegna skorts á minni eignum. Félagsþjónustan hefur áhyggjur af því að þetta fólk lendi í vanda síðar vegna hárrar greiðslubyrði og aukinna fjárútláta. „Þessi staða þrýstir eignafólki einnig í að selja eignir sínar í Grindavík og í stórar fjárfestingar annars staðar jafnvel gegn eigin óskum og vilja,“ segir Thelma. Veikleikar ýkjast í streituvaldandi aðstæðum Thelma segir að við svona streituvaldandi aðstæður ýkist allir veikleikar . Félagsþjónustan merki aukningu í eftirspurn eftir þeirra þjónustu. Fólk lýsi því að eiga erfiðara með að ná utan um daglegt líf og alla þá óvissu og þær stóru ákvarðanir sem þau standi frammi fyrir. Upplýsingaflæðið sé gífurlegt og að það reynist mörgum erfitt að ná utan um það. Thelma segir mikilvægt að aðgengi sé sem greiðast að félagslegri ráðgjöf og sálrænum stuðningi. Það geti mögulega fyrirbyggt frekari vanda. Þau hafi áhyggjur af því að fólk sem til dæmis hafi átt við neysluvanda að stríða sé sumt farið að leita aftur í neyslu eftir að hafa verið komið í stöðugleika. Þá hafi starfsfólk félagsþjónustunnar einnig áhyggjur af auknu álagi í samskiptum á heimilum og auknum líkum á heimilisofbeldi vegna mjög streituvaldandi aðstæðna. Enn gýs við Grindavík. Vísir/Vilhelm Félagsþjónustan hefur síðustu mánuði fengið mikinn liðsauka, enda verkefnin fjölbreytt og mörg. Alls komu um 70 félagsráðgjafar og unnu í sjálfboðastarfi eða láni og aðstoðuðu við að finna Grindvíkingum tímabundið öruggt húsaskjól og að veita íbúum viðtöl. Var það unnið með Rauða krossinum og Almannavörnum og var húsnæði tryggt með aðkomu margra annarra aðila og almennings sem við kunnum miklar þakkir fyrir „Íbúar voru margir í miklu áfalli og voru dreifð um allt land. Við lögðum áherslu á að setja okkur í samband við þjónustuþega okkar og viðkvæma hópa og tryggja grunnþarfir þeirra og annarra íbúa sem til okkar leituðu eftir bestu getu frá fyrstu rýmingu. Við fengum aðstoð félagsráðgjafa á fyrstu vikunum sökum verulegs álags á kerfið og mjög umfangsmikilla verkefna,“ segir Thelma. Það hafi svo breyst í aðkomu reynslumikilla félagsráðgjafa og annars fagfólks í tímabundin verkefni sem enn séu í vinnslu. „Allur stöðugleiki riðlaðist og urðum við að finna nýjar leiðir til þess að mæta þörfum íbúa á stærra þjónustu svæði. Við höfum því þurft að horfa út fyrir boxið og finna nýjar leiðir í stuðningi, því íbúar og starfsfólk hafa dreifst víða um Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og nærumhverfi og jafnvel lengra út á land. Nú leitum við að stuðningsfjölskyldum fyrir börn í viðkvæmri stöðu og viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband við okkur, en þjónusta stuðningsfjölskyldu er í þeim tilgangi að létta álagi af börnunum og fjölskyldum þeirra.“ Áskorun að ná til allra Thelma segir að meðal áskorana hjá félagsþjónustunni sé að ná að veita viðunandi þjónustu á mjög dreifðu svæði og höfum við leitað stuðnings ríkis og annarra sveitarfélaga. Einnig sé áskorun að ná til íbúa sveitarfélagsins sem séu af erlendum uppruna og tryggja að þau fái sömu upplýsingar og þjónustu og aðrir. Það séu um 25 prósent af erlendum uppruna og það megi ekki gleyma þessum hópi. Stærsti hópurinn sé af pólskum uppruna og því hafi það reynst þeim afar dýrmætt að vera með pólskumælandi starfsmann í móttökunni.. Í kjölfar rýmingar í nóvember hóf Rauði krossinn á Íslandi söfnun fyrir Grindvíkinga. Söfnuninni lauk formlega um miðjan síðasta mánuð og fór síðasta úthlutun fram þann 20. mars. Alls söfnuðust 51 milljón sem var úthlutað til Grindvíkinga í um 550 úthlutunum. Thelma segir stuðning Rauða krossins hafa verið afar mikilvægan. Margir hafi eytt miklu í til dæmis akstur og flutninga og styrkir Rauða krossins hafi skipt sköpum þar. „Það er allskonar kostnaður í þessu sem almenningur áttar sig ekki á. Algengt stef er að fólkið okkar er búið að flytja fimm til sjö sínum á tveimur til fjórum mánuðum . Það er rosalegt álag og fólk nær varla að taka upp úr kössum og töskum á milli. Margir urðu einnig að koma sér upp öllu til heimilis því þau gátu ekki nálgast eigur sínar í lengri tíma vegna lokunar sveitarfélagsins. Það getur verið mjög kostnaðarsamt að þurfa að kaupa handklæði, tuskur og föt og húsgögn.“ Félagsþjónustan starfrækir þjónustumiðstöðvar í bæði Reykjavík og Reykjanesbæ „Í þjónustumiðstöðvunum hefur verið boðið upp á sálrænan stuðning og félagslega ráðgjöf og er aðgengi að þeirri þjónustu gott og hefur einnig verið boðið uppá ókeypis rafræn viðtöl í gegnum Karaconnect á ýmsum tungumálum í þeim tilgangi að mæta þörfum sem flestra og tryggja gott aðgengi að sálrænum stuðningi. Nú er unnið að því að móta frekari úrræði fyrir Grindvíkinga. Þá má ekki gleyma hvað samvera Grindvíkinga er mikilvæg og heilandi afl, en Grindvíkingar hafa alltaf sýnt mikla seiglu, kraft og samstöðu og er það einstakt við samfélagið sem er mjög samheldið í eðli sínu,“ segir Thelma og að áríðandi sé að hlúa að þessari samheldni. Þjónustumiðstöðvarnar séu mikilvægur hlekkur í því. Þar geti fólk hist og rætt saman og í því sé fólgin mikil áfallahjálp. Mikilvægt að fjalla um Grindvíkinga „Því það getur enginn sett sig í spor Grindvíkinga nema þau sjálf. Þó ég sinni þjónustu við þau þá skil ég þetta ekki á sömu dýpt og þau gera. En þess vegna er svo mikilvægt að fjallað sé um málefni Grindvíkinga og upplifun þeirra,“ segir Thelma og heldur áfram: „Maður finnur svo fyrir því í svona aðstæðum hversu mikilvægt hlutverk félagsráðgjafa er. Við náum að horfa heildrænt á þeirra stöðu og erum málsvari þeirra í kerfinu. Málsvarahlutverkið er gífurlega mikilvægt í þessum aðstæðum. Að aðilar innan kerfisins og aðrir fái að heyra og sjá hvað er það sem Grindvíkingurinn er að takast á við og hvar sé mikilvægt að veita stuðning. Margir sjá ekki heildarsamhengið,“ segir Thelma. Svo margt hafi breyst í daglegu lífi Grindvíkinga. „Fólk kannski gerir sér ekki grein fyrir því hvað það getur verið flókið að vera allt í einu mættur á höfuðborgarsvæðið og börnin þín í skóla á þremur stöðum. En þú þarft líka að mæta í vinnuna og tryggja fjölskyldu þinni afkomu. Svo þarftu að skutla í Reykjavíkurumferðinni og að tryggja að barnið fái að hitta vini sína og haldi einhverju normi í þessum flókna og nýja veruleika. Auk þess sem þú þarft að viðhalda þinni andlegu heilsu. Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins og er margt enn svo óraunverulegt og flókið og erfitt.“ Thelma segir að það megi heldur ekki gleyma því að fólk er ekki bara að tapa fjármunum og heimili sinu. Það sé að tapa lífsgæðum sem það hafði skapað sér í litlu samheldnu samfélagi. „Fólk er að syrgja það, og samfélagið sitt. Samfélagið sem þeim þykir svo vænt um.“ Thelma segist hafa margt lært í þessu ferli og hefur nýtt sér reynslu annarra af svipuðum aðstæðum. Hún hafi sem dæmi átt í góðum samskiptum við Júlíu Sæmundsdóttur félagsmálastjóra í Múlaþingi. Þar hafi íbúar reynslu af rýmingu og náttúruhamförum en þó á mjög ólíkan hátt en Grindvíkingar. Hjá Júlíu hafi hún fengið afar góð ráð eins og að hlúa vel að starfsfólki sínu, tryggja aðgengi að félagslegri ráðgjöf og að tryggja fólki öruggt heimili í ótryggum aðstæðum sem þessum. Í tvöföldu hlutverki „Við erum að taka á móti harmi fólks alla daga. Við erum með þeim í þessu alla daga og öllum stundum. Starfsfólkið okkar eru jafnvel íbúar og eru þannig í tvöföldu hlutverki. Þau eru sjálf að að ganga í gegnum áfall en samt að styðja við Grindvíkinga. Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að þessu starfsfólki,“ segir Thelma sem sjálf var ekki búsett þar. Thelma segir áríðandi að félagsþjónustur og sveitarfélög á Íslandi séu undirbúin fyrir það að eitthvað svona komi fyrir hjá þeim. Sem dæmi um verkefni sem þurfi að huga að, utan rýmingar, sé að sjá fyrir næstu skref, tryggja yfirsýn yfir viðkvæma hópa og hlutverk starfsmanna gagnvart þeim, tryggja viðunandi áætlanir og gátlista sem unnt er að grípa til. einnig mikilvægt að hlutverk vera með rafrænt skjalakerfi og símkerfi svo auðvelt sé að færa starfsemina um set með engum fyrirvara. Þá sé mikil og öflug upplýsingagjöf einnig lykilatriði til íbúa sem og starfsmanna. „Við þurfum að læra af þessari reynslu. Við erum að skrifa söguna núna. Það er margt sem við gerum mjög vel og eflaust margt annað sem mætti gera betur. Það er svo mikilvægt að læra af því. Það er margt sem maður gat ekki séð fyrir og þess vegna er líka svo mikilvægt að ég skrái hjá mér það sem ég geri og hvort að það hefði verið hægt að gera það öðruvísi.“ Hún segir einnig afar áríðandi að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar sem komi að fólki við svona aðstæður séu meðvitaður um það hvernig er best að mæta fólki sem er í áfalli og hvað eru eðlileg viðbrögð við áföllum sem þessum. „Það þarf að mæta íbúum með sérstakri nærgætni og alúð. Það á við um allt stjórnkerfið. Að allir séu meðvitaður um þetta þannig það sé hægt að mæta fólki með sem mestum skilningi og stuðningi. Það er búið að setja varnargarða í kringum Grindavík sem kosta milljarða og eru mjög mikilvægir. En við þurfum líka að setja andlega varnargarða og huga vel að fólkinu okkar.“ Grindavík Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32 Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. 5. apríl 2024 20:01 Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 Gígbarmurinn brostinn og hraun rennur í norðurátt Barmur eina gígsins sem enn gýs úr milli Hagafells og Stóra-Skógfells virðist hafa brostið norðanmegin í kvöld. 7. apríl 2024 23:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Húsnæðismál eru stóra málið okkar frá upphafi því öruggt húsnæði er ein af grunnþörfum allra og skortur á slíku öryggi hefur áhrif á allt annað . Þegar fólk veit ekki hvar það mun búa næstu vikur eða mánuði nær það ekki lendingu,“ segir Thelma B. Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi í Grindavík. Óvissa í húsnæðismálum hafi áhrif á fjárhag fólks, andlega heilsu auk þess sem það eigi erfitt með að ná áttum og átta sig á næstu skrefum. „Fólkið okkar er margt kvíðið og óöruggt því það er svo mikil óvissa ríkjandi. Fólk hefur leitað ýmissa leiða til að ná stjórn á aðstæðum en óvissan er enn ríkjandi hjá mörgum og hafa margir þurft að reiða sig á lyf til þess að ráða við aðstæður eða misst vinnufærni sökum mikillar vanlíðan. Þessar aðstæður geta haft afleiðingar til lengri tíma.“ Thelma segir óvissu hvað varðar húsnæðismálin eiga sér nokkrar birtingarmyndir. Fólk viti ekki hvar það muni búa en einnig séu margir í óviðunandi húsnæði. „Við erum að aðstoða fólk í ótryggu húsnæði og við erum enn með fólk sem býr inni á ættingjum sínum. Eldri borgarar í óviðandi húsnæðiskosti og fólk í húsnæðisúrræði sem hefði aldrei átt að duga lengur en í tvo eða þrjá mánuði. En við erum enn að vinna að því að tryggja þessu fólki öruggt húsnæði sem hentar þeirra þörfum en það hefur reynst gríðarlega erfitt“ segir Thelma. Víða eru skemmdir í bænum og ekki öruggt að vera. Vísir/Arnar Hún segir aðgerðir stjórnvalda vegna húsnæðis hafa hjálpað en að þær hafi að miklu leyti snúið að fjölskyldum og minna að pörum og einstaklingum. Það sé orðið stórt vandamál hvernig eigi að aðstoða þau. Þau fái minni húsnæðisstuðning en kostnaðurinn sé meiri við húsnæði og erfitt er að finna minni íbúðir á viðráðanlegu leiguverði. „Fólk leitar helst til okkar vegna húsnæðisvandamála og fjárhagsvandamála. Fólk er að leita sér að húsnæði og er að reyna að vera að nálægt vinnunni en veit svo ekkert hvort þau halda vinnu eða ekki,“ segir Thelma og að þetta eigi til dæmis við um þau sem eru að vinna í Grindavík. Aka 200 kílómetra á hverjum degi Hún segir fjölmörg dæmi um að fólki hafi boðist húsnæði austur fyrir fjall og hafi verið að aka um 200 kílómetra á hverjum degi til að komast til vinnu. „Það er mjög dýrt og tímafrekt. Sumir eru með börn og þurfa að fara mjög langt til að halda uppi grundvallarþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði.“ Auk þessa segir Thelma þau sem leiti til þeirra lýsi rosalegum fjárútlátum sem hafi fylgt rótleysi síðustu mánaða, „Þau koma úr þessu litla samfélagi þar sem þau hafa getað gengið í alla þjónustu. En svo allt í einu eru þau flutt til dæmis á höfuðborgarsvæðið og stuðningsnetið er á Selfossi eða Reykjanesbæ og enginn getur passað og hjálpað lengur. Aðstæður fólks urðu flóknari og það var hefur skapað mikla erfiðleika fyrir hópinn,“ segir Thelma en að með aukinni vissu og öruggari búsetu sé fólk að ná betri lendingu. Í Grindavík voru alls um 1.200 heimili. Thelma segir fólk nú reyna að redda sér húsnæði í mikilli örvæntingu. „Nú eru allir að stóla á uppkaupin hjá ríkinu, sem er samt að taka allt of langan tíma,“ segir Thelma og að fólk keppist á húsnæðismarkaði sem sé þegar mettaður. Sumir bíði eftir hækkun á brunabótamati og uppkaupum og séu á meðan að missa frá sér kauptilboð. Samfélagið er samheldið og syrgir nú bæinn sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta keyrir fólkið okkar í enn meiri óvissu og óöryggi Öll fræði segja að öruggt húsnæði sé kjarni alls og þess vegna höfum við verið að berjast fyrir því. Þegar þú ert með öruggt heimili geturðu komið þér fyrir og farið að huga að öðrum hlutum. Fólk hefur lýst því að þegar það var loks komið með öruggt húsnæði gat það hugsað skýrar, það fúnkeraði betur í vinnunni og gat betur náð utan um sitt daglegt líf. Það að við séum enn með fólk án öruggs heimilis , fimm mánuðum síðar, er algjörlega óboðlegt“ segir Thelma. Risavaxnar fjárhagsáhyggjur Eins og staðan er núna er líklegt að kaupin hjá Þórkötlu gangi í gegn í apríl. Í nýjustu fréttatilkynningu fasteignafélagsins frá 27. mars kemur fram að um 546 hafi óskað eftir því að selja Þórkötlu húsnæði sitt og að stefnt sé á að hefja uppkaupin í upphafi aprílmánaðar. „Ég ætla ekki að gera lítið úr þessu úrræði. Það mun sannarlega hjálpa fólki en fólk hefði þurft að fá öruggt skjól til að byrja með, sem það fékk ekki. Þess vegna er þessi örvænting í gangi. Þau eru að reyna að tryggja sér heimili og eru að taka risavaxnar fjárhagslegar ákvarðanir um húsnæðismálin sín,“ segir hún og að margir séu jafnvel að kaupa miklu dýrara en þau áttu áður. Samhliða séu einhverjir að missa vinnuna eða eru óörugg með framtíðarhorfur á atvinnustöðu sinni. „Fræðin segja okkur að það á ekki að þrýsta á fólk á að taka stórar lífsbreytandi ákvarðanir í áfalli. Fólkið okkar er í miklu áfalli og því skiptir máli að skapa svigrúm til þess að taka ígrundaðar ákvarðanir þegar fólk er tilbúið. Grindavík er einstakt samfélag en það er svo mikil samheldni sem einkennir Grindvíkinga. Það er svo mikill samhugur og samfélagið hefur verið svo sjálfbært og sterkt. Nú hriktir aðeins í stoðunum því álagið er svo svakalegt og nú er hver bara að reyna að bjarga sér,“ segir Thelma og að á húsnæðismarkaði sé verið að etja fólki saman. Hann sé svo erfiður. Hvað varðar fólk á leigumarkaði segir Thelma þau einnig í erfiðri stöðu. Margir séu að leigja í miklu dýrara húsnæði en þau voru í Grindavík og sum jafnvel enn með skuldbindingar í Grindavík. Fólk fái stuðning en að sá stuðningur eigi að renna út í haust. Með honum njóti þau einhvers konar jafnvægis en að margir séu áhyggjufullir yfir því að hann renni út. Fólk sé stressað að til dæmis skuldbinda sig í leigusamning til langs tíma þegar þau viti að stuðningurinn renni út í haust en dæmi eru um að einstaklingar hafi neyðst til að leigja allt of stórar og dýrar eignir á stað sem hentar þeim ekki vegna skorts á minni eignum. Félagsþjónustan hefur áhyggjur af því að þetta fólk lendi í vanda síðar vegna hárrar greiðslubyrði og aukinna fjárútláta. „Þessi staða þrýstir eignafólki einnig í að selja eignir sínar í Grindavík og í stórar fjárfestingar annars staðar jafnvel gegn eigin óskum og vilja,“ segir Thelma. Veikleikar ýkjast í streituvaldandi aðstæðum Thelma segir að við svona streituvaldandi aðstæður ýkist allir veikleikar . Félagsþjónustan merki aukningu í eftirspurn eftir þeirra þjónustu. Fólk lýsi því að eiga erfiðara með að ná utan um daglegt líf og alla þá óvissu og þær stóru ákvarðanir sem þau standi frammi fyrir. Upplýsingaflæðið sé gífurlegt og að það reynist mörgum erfitt að ná utan um það. Thelma segir mikilvægt að aðgengi sé sem greiðast að félagslegri ráðgjöf og sálrænum stuðningi. Það geti mögulega fyrirbyggt frekari vanda. Þau hafi áhyggjur af því að fólk sem til dæmis hafi átt við neysluvanda að stríða sé sumt farið að leita aftur í neyslu eftir að hafa verið komið í stöðugleika. Þá hafi starfsfólk félagsþjónustunnar einnig áhyggjur af auknu álagi í samskiptum á heimilum og auknum líkum á heimilisofbeldi vegna mjög streituvaldandi aðstæðna. Enn gýs við Grindavík. Vísir/Vilhelm Félagsþjónustan hefur síðustu mánuði fengið mikinn liðsauka, enda verkefnin fjölbreytt og mörg. Alls komu um 70 félagsráðgjafar og unnu í sjálfboðastarfi eða láni og aðstoðuðu við að finna Grindvíkingum tímabundið öruggt húsaskjól og að veita íbúum viðtöl. Var það unnið með Rauða krossinum og Almannavörnum og var húsnæði tryggt með aðkomu margra annarra aðila og almennings sem við kunnum miklar þakkir fyrir „Íbúar voru margir í miklu áfalli og voru dreifð um allt land. Við lögðum áherslu á að setja okkur í samband við þjónustuþega okkar og viðkvæma hópa og tryggja grunnþarfir þeirra og annarra íbúa sem til okkar leituðu eftir bestu getu frá fyrstu rýmingu. Við fengum aðstoð félagsráðgjafa á fyrstu vikunum sökum verulegs álags á kerfið og mjög umfangsmikilla verkefna,“ segir Thelma. Það hafi svo breyst í aðkomu reynslumikilla félagsráðgjafa og annars fagfólks í tímabundin verkefni sem enn séu í vinnslu. „Allur stöðugleiki riðlaðist og urðum við að finna nýjar leiðir til þess að mæta þörfum íbúa á stærra þjónustu svæði. Við höfum því þurft að horfa út fyrir boxið og finna nýjar leiðir í stuðningi, því íbúar og starfsfólk hafa dreifst víða um Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og nærumhverfi og jafnvel lengra út á land. Nú leitum við að stuðningsfjölskyldum fyrir börn í viðkvæmri stöðu og viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband við okkur, en þjónusta stuðningsfjölskyldu er í þeim tilgangi að létta álagi af börnunum og fjölskyldum þeirra.“ Áskorun að ná til allra Thelma segir að meðal áskorana hjá félagsþjónustunni sé að ná að veita viðunandi þjónustu á mjög dreifðu svæði og höfum við leitað stuðnings ríkis og annarra sveitarfélaga. Einnig sé áskorun að ná til íbúa sveitarfélagsins sem séu af erlendum uppruna og tryggja að þau fái sömu upplýsingar og þjónustu og aðrir. Það séu um 25 prósent af erlendum uppruna og það megi ekki gleyma þessum hópi. Stærsti hópurinn sé af pólskum uppruna og því hafi það reynst þeim afar dýrmætt að vera með pólskumælandi starfsmann í móttökunni.. Í kjölfar rýmingar í nóvember hóf Rauði krossinn á Íslandi söfnun fyrir Grindvíkinga. Söfnuninni lauk formlega um miðjan síðasta mánuð og fór síðasta úthlutun fram þann 20. mars. Alls söfnuðust 51 milljón sem var úthlutað til Grindvíkinga í um 550 úthlutunum. Thelma segir stuðning Rauða krossins hafa verið afar mikilvægan. Margir hafi eytt miklu í til dæmis akstur og flutninga og styrkir Rauða krossins hafi skipt sköpum þar. „Það er allskonar kostnaður í þessu sem almenningur áttar sig ekki á. Algengt stef er að fólkið okkar er búið að flytja fimm til sjö sínum á tveimur til fjórum mánuðum . Það er rosalegt álag og fólk nær varla að taka upp úr kössum og töskum á milli. Margir urðu einnig að koma sér upp öllu til heimilis því þau gátu ekki nálgast eigur sínar í lengri tíma vegna lokunar sveitarfélagsins. Það getur verið mjög kostnaðarsamt að þurfa að kaupa handklæði, tuskur og föt og húsgögn.“ Félagsþjónustan starfrækir þjónustumiðstöðvar í bæði Reykjavík og Reykjanesbæ „Í þjónustumiðstöðvunum hefur verið boðið upp á sálrænan stuðning og félagslega ráðgjöf og er aðgengi að þeirri þjónustu gott og hefur einnig verið boðið uppá ókeypis rafræn viðtöl í gegnum Karaconnect á ýmsum tungumálum í þeim tilgangi að mæta þörfum sem flestra og tryggja gott aðgengi að sálrænum stuðningi. Nú er unnið að því að móta frekari úrræði fyrir Grindvíkinga. Þá má ekki gleyma hvað samvera Grindvíkinga er mikilvæg og heilandi afl, en Grindvíkingar hafa alltaf sýnt mikla seiglu, kraft og samstöðu og er það einstakt við samfélagið sem er mjög samheldið í eðli sínu,“ segir Thelma og að áríðandi sé að hlúa að þessari samheldni. Þjónustumiðstöðvarnar séu mikilvægur hlekkur í því. Þar geti fólk hist og rætt saman og í því sé fólgin mikil áfallahjálp. Mikilvægt að fjalla um Grindvíkinga „Því það getur enginn sett sig í spor Grindvíkinga nema þau sjálf. Þó ég sinni þjónustu við þau þá skil ég þetta ekki á sömu dýpt og þau gera. En þess vegna er svo mikilvægt að fjallað sé um málefni Grindvíkinga og upplifun þeirra,“ segir Thelma og heldur áfram: „Maður finnur svo fyrir því í svona aðstæðum hversu mikilvægt hlutverk félagsráðgjafa er. Við náum að horfa heildrænt á þeirra stöðu og erum málsvari þeirra í kerfinu. Málsvarahlutverkið er gífurlega mikilvægt í þessum aðstæðum. Að aðilar innan kerfisins og aðrir fái að heyra og sjá hvað er það sem Grindvíkingurinn er að takast á við og hvar sé mikilvægt að veita stuðning. Margir sjá ekki heildarsamhengið,“ segir Thelma. Svo margt hafi breyst í daglegu lífi Grindvíkinga. „Fólk kannski gerir sér ekki grein fyrir því hvað það getur verið flókið að vera allt í einu mættur á höfuðborgarsvæðið og börnin þín í skóla á þremur stöðum. En þú þarft líka að mæta í vinnuna og tryggja fjölskyldu þinni afkomu. Svo þarftu að skutla í Reykjavíkurumferðinni og að tryggja að barnið fái að hitta vini sína og haldi einhverju normi í þessum flókna og nýja veruleika. Auk þess sem þú þarft að viðhalda þinni andlegu heilsu. Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins og er margt enn svo óraunverulegt og flókið og erfitt.“ Thelma segir að það megi heldur ekki gleyma því að fólk er ekki bara að tapa fjármunum og heimili sinu. Það sé að tapa lífsgæðum sem það hafði skapað sér í litlu samheldnu samfélagi. „Fólk er að syrgja það, og samfélagið sitt. Samfélagið sem þeim þykir svo vænt um.“ Thelma segist hafa margt lært í þessu ferli og hefur nýtt sér reynslu annarra af svipuðum aðstæðum. Hún hafi sem dæmi átt í góðum samskiptum við Júlíu Sæmundsdóttur félagsmálastjóra í Múlaþingi. Þar hafi íbúar reynslu af rýmingu og náttúruhamförum en þó á mjög ólíkan hátt en Grindvíkingar. Hjá Júlíu hafi hún fengið afar góð ráð eins og að hlúa vel að starfsfólki sínu, tryggja aðgengi að félagslegri ráðgjöf og að tryggja fólki öruggt heimili í ótryggum aðstæðum sem þessum. Í tvöföldu hlutverki „Við erum að taka á móti harmi fólks alla daga. Við erum með þeim í þessu alla daga og öllum stundum. Starfsfólkið okkar eru jafnvel íbúar og eru þannig í tvöföldu hlutverki. Þau eru sjálf að að ganga í gegnum áfall en samt að styðja við Grindvíkinga. Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að þessu starfsfólki,“ segir Thelma sem sjálf var ekki búsett þar. Thelma segir áríðandi að félagsþjónustur og sveitarfélög á Íslandi séu undirbúin fyrir það að eitthvað svona komi fyrir hjá þeim. Sem dæmi um verkefni sem þurfi að huga að, utan rýmingar, sé að sjá fyrir næstu skref, tryggja yfirsýn yfir viðkvæma hópa og hlutverk starfsmanna gagnvart þeim, tryggja viðunandi áætlanir og gátlista sem unnt er að grípa til. einnig mikilvægt að hlutverk vera með rafrænt skjalakerfi og símkerfi svo auðvelt sé að færa starfsemina um set með engum fyrirvara. Þá sé mikil og öflug upplýsingagjöf einnig lykilatriði til íbúa sem og starfsmanna. „Við þurfum að læra af þessari reynslu. Við erum að skrifa söguna núna. Það er margt sem við gerum mjög vel og eflaust margt annað sem mætti gera betur. Það er svo mikilvægt að læra af því. Það er margt sem maður gat ekki séð fyrir og þess vegna er líka svo mikilvægt að ég skrái hjá mér það sem ég geri og hvort að það hefði verið hægt að gera það öðruvísi.“ Hún segir einnig afar áríðandi að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar sem komi að fólki við svona aðstæður séu meðvitaður um það hvernig er best að mæta fólki sem er í áfalli og hvað eru eðlileg viðbrögð við áföllum sem þessum. „Það þarf að mæta íbúum með sérstakri nærgætni og alúð. Það á við um allt stjórnkerfið. Að allir séu meðvitaður um þetta þannig það sé hægt að mæta fólki með sem mestum skilningi og stuðningi. Það er búið að setja varnargarða í kringum Grindavík sem kosta milljarða og eru mjög mikilvægir. En við þurfum líka að setja andlega varnargarða og huga vel að fólkinu okkar.“
Grindavík Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32 Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. 5. apríl 2024 20:01 Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 Gígbarmurinn brostinn og hraun rennur í norðurátt Barmur eina gígsins sem enn gýs úr milli Hagafells og Stóra-Skógfells virðist hafa brostið norðanmegin í kvöld. 7. apríl 2024 23:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32
Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. 5. apríl 2024 20:01
Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15
Gígbarmurinn brostinn og hraun rennur í norðurátt Barmur eina gígsins sem enn gýs úr milli Hagafells og Stóra-Skógfells virðist hafa brostið norðanmegin í kvöld. 7. apríl 2024 23:42