Vel meðvitaðar um ógnina sem felst í Sveindísi Jane Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands á dögunum vísir / hulda margrét Þýska pressan sem og leikmenn þýska landsliðsins eru vel meðvitaðir um getu Sveindísar Jane Jónsdóttur innan vallar fyrir leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðsfélagar Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, hrósa henni hástert í aðdraganda leiksins en eru um leið vel meðvitaðir um styrkleika hennar og reyna að gera liðsfélögum sínum ljóst hvað sé í vændum. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira