Gagnrýnir landlækni harðlega og vill fá umboðsmann sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 15:57 Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttastöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi að stofna embætti umboðsmanns júklinga. Vísir Formaður hagsmunasamtaka í heilbrigðissþjónustu gagnrýnir Landlækni harðlega og segir embættið sitja beggja vegna borðs þegar grunur er um mistök í heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt sé að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga. Þá telur hún ný lög um Landlækni draga úr réttarstöðu sjúklinga. Síðustu þrjú ár hefur athugasemdum og kvörtunum til Landlæknis um heilbrigðisþjónustu fjölgað um ríflega þriðjung. Nú eru þar fimm hundruð mál til umfjöllunar og það tekur allt að fjögur ár að fá niðurstöðu. úr þeim. Tilkynningum um alvarleg atvik hefur fjölgað lítillega á sama tímabili. Réttarstaða hafi versnað Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttarstöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Eftir að síðustu lög voru um Landlækni og lýðheilsu voru samþykkt í fyrra þá versnaði staða sjúklinga til muna. Í rauninni var rýmkað vald Landlæknis til að ákveða að skoða mál eða að vísa þeim hreinlega frá. Þá var kvörtunartími sjúklinga styttur úr tíu árum í fjögur. Það er slæmt því ef það kemur t.d. upp atvik í fæðingu geta afleiðingarnar komið í ljós löngu eftir þennan tímafrest,“ segir Málfríður. Hún gagnrýnir málsmeðferð Landlæknis „Ferlið allt of flókið. Okkur þætti eðlilegra að aðrir væru með þessi mál en embætti Landlæknis. Embættið er nú þegar að gefa út starfsleyfi til Heilbrigðisstofnana og hefur eftirlit með þeim. En þarf á sama tíma að gæta hagsmuna sjúklinga. Landlæknir er því báðum megin við borðið,“ segir Málfríður. Hún segir jafnframt að fólk hafi leitað til Heilsuhags vegna meðferðar Landlæknis á sínum málum. „Þeir sem hafa leitað til félagsins kvarta yfir að fá ekki upplýsingar um hvar mál eru stödd innan embættisins og vita ekki hvað verður. Fólk hefur ekki alltaf trú á því að það fái óháða niðurstöðu þaðan. Við erum lítið samfélag. Það þekkjast margir, það eru mikil tengsl innan heilbrigðiskerfisins. Þá stendur t.d. í siðareglum lækna að þeir skuli forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna þannig að það getur reynst þeim erfitt að gagnrýna aðra lækna. Þetta hefur áhrif á trúverðugleika landlæknis,“ segir Málfríður. Svifaseinar heilbrigðisstofnanir Þá telur Málfríður ekki nóg að gert þegar atvik koma upp á heilbrigðisstofnunum. . „Það er viss þöggunarmenning á heilbrigðisstofnunum og það verða of oft óeðlilegar tafir á málum. Fólk veit ekki hvernig það á að bera fram kvörtun og þarf að fara í gegnum frumskóg til læra á kerfið. Það á að leiðbeina sjúklingi ef hann vill tilkynna um atvik en því er víða ábótavant,“ segir hún. Hún segir sjúklinga hafa lent í vandræðum hafi þeir lagt fram kvörtun um heilbrigðisþjónustu. „Fólk sem hefur kvartað hefur lent í því að geta ekki leitað til heilbrigðisstofnunarinnar sem það hefur gert athugasemdir við. Viðmótið hefur breyst og traustið er farið. Við höfum þurft að aðstoða fólk við að fá þjónustu annars staðar jafnvel erlendis. Þá höfum við dæmi um að fólk hafi ekki lagt í að kvarta því það óttast viðbrögðin,“ segir Málfríður. Mistök af algeng Hún tölur að of oft verði mistök í heilbrigðisþjónustu. „Auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. Kerfið okkar núna er hins vegar þannig að það er allt of mikill hraði. Við erum með mikla hátækni og mistökin eru ansi algeng. Oftast eru þau smávægileg en því miður verða alltaf alvarleg mistök. Það er jafnvel talað um að í tíu prósent tilvika verði einhvers konar mistök,“ segir hún. Umboðsmaður sjúklinga Málfríður segir nauðsynlegt að stofna nýtt embætti fyrir sjúklinga og auka um leið samráð við þá og hagsmunasamtök þeirra. „ Þær endurbætur sem þarf að ráðast strax í er að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem sái þá um rannsókn atvika sem koma upp og leiðbeindi fólki um kerfið. En þangað til það verður gert þá ráðlegg ég fólki sem þarf að koma málum sínum áfram að ráða sér lögmann,“ segir Málfríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Síðustu þrjú ár hefur athugasemdum og kvörtunum til Landlæknis um heilbrigðisþjónustu fjölgað um ríflega þriðjung. Nú eru þar fimm hundruð mál til umfjöllunar og það tekur allt að fjögur ár að fá niðurstöðu. úr þeim. Tilkynningum um alvarleg atvik hefur fjölgað lítillega á sama tímabili. Réttarstaða hafi versnað Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttarstöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Eftir að síðustu lög voru um Landlækni og lýðheilsu voru samþykkt í fyrra þá versnaði staða sjúklinga til muna. Í rauninni var rýmkað vald Landlæknis til að ákveða að skoða mál eða að vísa þeim hreinlega frá. Þá var kvörtunartími sjúklinga styttur úr tíu árum í fjögur. Það er slæmt því ef það kemur t.d. upp atvik í fæðingu geta afleiðingarnar komið í ljós löngu eftir þennan tímafrest,“ segir Málfríður. Hún gagnrýnir málsmeðferð Landlæknis „Ferlið allt of flókið. Okkur þætti eðlilegra að aðrir væru með þessi mál en embætti Landlæknis. Embættið er nú þegar að gefa út starfsleyfi til Heilbrigðisstofnana og hefur eftirlit með þeim. En þarf á sama tíma að gæta hagsmuna sjúklinga. Landlæknir er því báðum megin við borðið,“ segir Málfríður. Hún segir jafnframt að fólk hafi leitað til Heilsuhags vegna meðferðar Landlæknis á sínum málum. „Þeir sem hafa leitað til félagsins kvarta yfir að fá ekki upplýsingar um hvar mál eru stödd innan embættisins og vita ekki hvað verður. Fólk hefur ekki alltaf trú á því að það fái óháða niðurstöðu þaðan. Við erum lítið samfélag. Það þekkjast margir, það eru mikil tengsl innan heilbrigðiskerfisins. Þá stendur t.d. í siðareglum lækna að þeir skuli forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna þannig að það getur reynst þeim erfitt að gagnrýna aðra lækna. Þetta hefur áhrif á trúverðugleika landlæknis,“ segir Málfríður. Svifaseinar heilbrigðisstofnanir Þá telur Málfríður ekki nóg að gert þegar atvik koma upp á heilbrigðisstofnunum. . „Það er viss þöggunarmenning á heilbrigðisstofnunum og það verða of oft óeðlilegar tafir á málum. Fólk veit ekki hvernig það á að bera fram kvörtun og þarf að fara í gegnum frumskóg til læra á kerfið. Það á að leiðbeina sjúklingi ef hann vill tilkynna um atvik en því er víða ábótavant,“ segir hún. Hún segir sjúklinga hafa lent í vandræðum hafi þeir lagt fram kvörtun um heilbrigðisþjónustu. „Fólk sem hefur kvartað hefur lent í því að geta ekki leitað til heilbrigðisstofnunarinnar sem það hefur gert athugasemdir við. Viðmótið hefur breyst og traustið er farið. Við höfum þurft að aðstoða fólk við að fá þjónustu annars staðar jafnvel erlendis. Þá höfum við dæmi um að fólk hafi ekki lagt í að kvarta því það óttast viðbrögðin,“ segir Málfríður. Mistök af algeng Hún tölur að of oft verði mistök í heilbrigðisþjónustu. „Auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. Kerfið okkar núna er hins vegar þannig að það er allt of mikill hraði. Við erum með mikla hátækni og mistökin eru ansi algeng. Oftast eru þau smávægileg en því miður verða alltaf alvarleg mistök. Það er jafnvel talað um að í tíu prósent tilvika verði einhvers konar mistök,“ segir hún. Umboðsmaður sjúklinga Málfríður segir nauðsynlegt að stofna nýtt embætti fyrir sjúklinga og auka um leið samráð við þá og hagsmunasamtök þeirra. „ Þær endurbætur sem þarf að ráðast strax í er að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem sái þá um rannsókn atvika sem koma upp og leiðbeindi fólki um kerfið. En þangað til það verður gert þá ráðlegg ég fólki sem þarf að koma málum sínum áfram að ráða sér lögmann,“ segir Málfríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira