Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2024 20:06 Þegar Gylfi er í miklu prjónastuði getur hann hæglega prjónað fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira