Er fatlað fólk í geymslunni þinni? Kjartan Þór Ingason skrifar 15. apríl 2024 12:01 Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar