Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:01 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Alþingi Ágústa Ágústsdóttir Bláskógabyggð Húnabyggð Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar