„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:25 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, má prísa sig sælan með þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. „Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45