Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2024 13:33 Fyrsta flugið til Cardiff verður 10. október næstkomandi og það síðasta 20. nóvember. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira