Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 12:29 Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira