Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 08:47 Blómvöndur við kirkju góða hirðisins í Wakeley í Ástralíu þar sem unglingspiltur stakk biskup og prest við messu. AP/Mark Baker Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera. Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera.
Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31