Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Jón Ísak Ragnarsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 24. apríl 2024 18:26 Kristrún Frostadóttir hélt fund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Vísir/Magnús Hlynur Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum. Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum.
Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira