Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 11:30 Þegar Xabi Alonso tók við Bayer Leverkusen var liðið í fallsæti. getty/Alex Gottschalk Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira