Kveikur brennur út Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. apríl 2024 08:00 Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar